Rætur bs. - Staða byggðasamlagsins

Málsnúmer 1503001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Rætur bs. hefur boðað til upplýsinga- og umræðufundar 4. mars á Sauðárkróki um fjárhagsstöðu málefna fatlaðra.

Formaður bæjarráðs kynnti hugmyndir sem ræddar hafa verið á síðustu stjórnarfundum Róta bs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30.03.2015

Lögð fram skýrsla bæjarstjóra um stöðu Róta bs. og lögð fram til kynningar bókun fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar í stjórn Róta sem lögð verður fram á næsta stjórnarfundi Róta bs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28.04.2015

Bæjarráð samþykkti að leggja eftirfarandi tillögu til umfjöllunar í bæjarstjórn:

"Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Mikið óhagræði fylgir slíkum vegalengdum sem um ræðir á þjónustusvæði Róta bs en svæðið telur ríflega 11.000 íbúa. Bæjarstjórn samþykkir tillögu þess efnis að veita formanni bæjarráðs heimild til að senda inn beiðni um undanþágu til ráðherra skv. ákvæðum 4.gr. laga nr. 59 frá 1992."

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 30.04.2015

Formaður bæjarráðs Steinunn María Sveinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð.

"Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Mikið óhagræði fylgir slíkum vegalengdum sem um ræðir á þjónustusvæði Róta bs sem telur ríflega 11.000 íbúa. Bæjarstjórn samþykkir tillögu þess efnis að veita formanni bæjarráðs og stjórnarmanni í Rótum bs. heimild til að senda inn beiðni um undanþágu til ráðherra skv. ákvæðum 4.gr. laga nr. 59 frá 1992."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 399. fundur - 29.06.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

115. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 30. apríl 2015, samþykkti eftirfarandi tillögu samhljóða.

"Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum, en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Mikið óhagræði fylgir slíkum vegalengdum sem um ræðir á þjónustusvæði Róta bs en svæðið telur ríflega 11.000 íbúa.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu þess efnis að veita formanni bæjarráðs heimild til að senda inn beiðni um undanþágu til ráðherra skv. ákvæðum 4.gr. laga nr. 59 frá 1992."

Bæjarráð samþykkir að segja upp samstarfssamningi um málefni fatlaðs fólks á þjónustusvæði Róta bs.,
með fyrirvara um samþykki velferðarráðuneytisins.

Bæjarráð hefur fullnaðarumboð í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 401. fundur - 14.07.2015

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til Velferðarráðuneytisins um þrjú erindi sveitarfélaga, sem varða undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks.
Umrædd sveitarfélög eru: Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar.

Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi.

Umsögn Sambandsins byggðist á röngum forsendum þar sem umsögnin fjallaði ekki um landfræðilegar ástæður sem eru grundvöllur úrsagnar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar úr Rótum.

Einnig lögð fram leiðrétt umsögn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Lagt fram svar Velferðarráðuneytisins, dagsett 22. september 2015 við beiðni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks á grundvelli landfræðilegra ástæðna, þannig að þau geti stofnað sameiginlegt þjónustusvæði.

Ráðuneytið samþykkir undanþáguna í eitt ár frá 1. janúar 2016.

Ráðuneytið leggur áherslu á að undanþágutíminn verði notaður til að kanna gaumgæfilega samstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 01.10.2015

Lagt fram svar Velferðarráðuneytisins, dagsett 22. september 2015 við beiðni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks á grundvelli landfræðilegra ástæðna, þannig að sveitarfélögin geti stofnað sameiginlegt þjónustusvæði.

Ráðuneytið samþykkir undanþáguna í eitt ár frá 1. janúar 2016 og leggur áherslu á að undanþágutíminn verði notaður til þess að kanna samstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með að málið skuli vera komið í þennan farveg.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

Á 401. fundi bæjarráðs, 28. september 2015, var lagt fram svar Velferðarráðuneytisins, dagsett 22. september 2015 við beiðni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks á grundvelli landfræðilegra ástæðna, þannig að þau geti stofnað sameiginlegt þjónustusvæði.
Ráðuneytið samþykkti undanþáguna í eitt ár frá 1. janúar 2016 og lagði jafnframt áheyrslu á að undanþágutíminn verði notaður til að kanna gaumgæfilega samstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.

Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Dalvíkurbyggðar,
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðaráðs,
Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður í byggðaráði,
Silja Pálsdóttir, formaður félagsmálaráðs,
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri,
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs.

Einnig komu á fund bæjarráðs,
Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar og
Nanna Árnadóttir formaður félagsmálanefndar.

Farið var yfir næstu skref varðandi stofnun þjónustusvæðis og skipulag þess.
Starfshópur fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar
mun koma saman í næstu viku.

Bæjarráð leggur til að fulltrúar Fjallabyggðar í starfshópnum verði bæjarstjóri, deildarstjóri fjölskyldudeildar og deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27.10.2015

Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar formlegri staðfestingu á samþykktum Róta bs. ásamt þjónustusamningi.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 11.11.2015

Á 414. fundi bæjarráðs, 27. október 2015, var samþykkt að vísa til bæjarstjórnar formlegri staðfestingu á samþykktum Róta bs. ásamt þjónustusamningi.

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samþykktir Róta bs. ásamt þjónustusamningi sveitarfélaga sem standa að Rótum bs. um málefni fatlaðs fólks.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26.04.2016

Lagðar fram til kynningar samþykktir fyrir byggðasamlagið Rætur bs og þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks, sem ritað var undir 19. febrúar 2016.