Eigendastefna fyrir þjóðlendur - boð á samráðsfund

Málsnúmer 1510100

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27.10.2015

Lagt fram til kynningar fundarboð forsætisráðuneytis til sveitarfélaga sem hafa þjóðlendur innan sinna staðarmarka og nokkurra aðila sem nýta land og landsréttindi innan þjóðlendna.

Hjá forsætisráðuneytinu er nú unnið að mótun eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Ráðuneytinu er falin umsjón með þeim skv. lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.

Fram að þessu hefur verið lögð áhersla á að ná yfirsýn yfir þau vafa- og álitamál sem æskilegt væri að stefnan leysti úr. Nú er hins vegar komið að því að hafa samráð við hagsmunaaðila um þessi efni áður en ráðuneytið mótar afstöðu sem birtast mun í drögum að eigendastefnu.

Fjallabyggð er boðið að koma eða senda einn fulltrúa á 3. fund, sem haldinn verður 30. október 2015 í Reykjavík, um nýtingu með leyfi sveitarstjórna.

Viðfangsefni fundarins er það hvaða forsendur gætu legið til grundvallar samþykkt eða synjun forsætisráðherra sem kveðið er á um í 3. mgr. 3. gr. þjóðlendulaganna þegar sveitarstjórn veitir leyfi til nýtingar lands eða landsréttinda innan þjóðlendna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23.02.2016

Lagt fram erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett 17. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um þær tekjur sem þau hafa haft á árinu 2015, fyrir nýtingu á landi og landsréttindum innan þjóðlendna. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinda inna þjóðlenda, þ.e. í hvaða verkefni voru tekjurnar notaðar í.

Samkvæmt upplýsingum hefur bæjarfélagið engar tekjur af þjóðlendum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 459. fundur - 02.08.2016

Lagt fram til kynningar erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett 27. júlí 2016, er varðar tillögu að eigendastefnu fyrir þjóðlendur og ósk ráðuneytis um að ábendingum og athugasemdum verði komið á framfæri fyrir 1. september 2016.