Snjóflóðaeftirlit á Skíðasvæðinu Skarðsdal

Málsnúmer 1501055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29.01.2015

Í erindi Valló ehf er óskað eftir því að snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðinu í Skarðsdal sem er nú á vegum rekstraraðila skíðasvæðins verði fært yfir til bæjarfélagsins og verði samþætt eftirliti fyrir þéttbýlið í Siglufirði, sem Veðurstofan sér um og greiðir.

Bæjarráð leggur áherslu á að lokið verði við aðgerðaráætlun um daglegt snjóflóðaeftirlit í samvinnu við Veðurstofu Íslands samkvæmt reglugerð og að fundað verði með fulltrúum Leyningsáss ses. og Valló ehf. í framhaldinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Á 377. fundi bæjarráðs, 29. janúar 2015, var tekið fyrir erindi Valló ehf, þar sem óskað var eftir því að snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðinu í Skarðsdal, sem er nú á vegum rekstraraðila skíðasvæðins verði fært yfir til bæjarfélagsins og samþætt eftirliti fyrir þéttbýlið í Siglufirði, sem Veðurstofan sér um og greiðir.

Bæjarráð lagði þá áherslu á að lokið yrði við aðgerðaráætlun um daglegt snjóflóðaeftirlit í samvinnu við Veðurstofu Íslands samkvæmt reglugerð og að fundað verði með fulltrúum Leyningsáss ses. og Valló ehf. í framhaldinu.

Þar sem nú liggur fyrir áætlun um snjóflóðaeftirlit, samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn Leyningsáss.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27.10.2015

Farið yfir stöðu mála varðandi snjóflóðaeftirlit.

Fyrr á þessu ári óskaði rekstraraðili skíðasvæðisins eftir breytingu á ákvæði samnings er varðaði snjóflóðaeftirlit.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp hið fyrsta í stjórn Leyningsáss.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 08.12.2015

Á 414. fundi bæjarráðs, 27. október 2015, var farið yfir stöðu mála varðandi snjóflóðaeftirlit.

Fyrr á þessu ári óskaði rekstraraðili skíðasvæðisins eftir breytingu á ákvæði samnings er varðaði snjóflóðaeftirlit.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn Leyningsáss.

Bæjarstjóri kynnti bæjarráði umsögn um stöðu mála.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að Fjallabyggð sjái um kostnaðinn við snjóflóðaeftirlitið á skíðasvæðinu í vetur.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fram samning um snjóflóðaeftirlit á næsta fundi bæjarráðs.