Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlana fyrir árin 2016-2019.

Þar er m.a. vakin athygli á endurskoðaðri þjóðhagsspá sem birt er í frumvarpi til fjárlaga.
Spáð er að vísitala neysluverðs hækki á árinu 2016 um 4,5%, 4,1% 2017, 3,2% 2018 og 2,6% 2019.
Spáð er að launavísitala hækki á árinu 2016 um 8%, 6% 2017, 5% 2018 og 5% 2019.

Bæjarráð samþykkir að leggja þessar forsendur til grundvallar við upphaf fjárhagsáætlunargerðar.

Óvissa er í launaáætlunargerð þar sem vel flestir kjarasamningar sveitarfélaga við stéttarfélög eru lausir.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir styrkjum og ábendingum í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Einnig bráðabirgðaútreikningur fasteignagjalda 2016.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 21.10.2015

Hafnarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir hafnarsjóð 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27.10.2015

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2016 og þau kynnt.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29.10.2015

Hafnarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2016.

Hafnarstjórn samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30.10.2015

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun, sem verða áfram til umfjöllunar.
Drögum að fjárhagsáætlun vísað til umfjöllunar í nefndum.
Umfjöllun nefnda þarf að vera lokið fyrir bæjarráðsfund n.k. föstudag.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 03.11.2015

Deildarstjóri fjölskyldudeildar fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2016.
Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 til bæjarráðs.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 03.11.2015

Á fundinn mættu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Deildarstjóri fjölskyldudeildar ásamt skólastjórum og íþrótta- og tómstundafulltrúa fóru yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2016 fyrir málaflokkana fræðslumál og íþrótta- og æskulýðsmál.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að opnunartíma Íþróttamiðstöðvar frá og með 20. nóvember. Nefndin samþykkir tillögu um opnunartímann fyrir sitt leyti.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 til bæjarráðs.

Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 04.11.2015

Vísað til nefndar
Farið var yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2016 fyrir málaflokkinn atvinnumál. Nefndin leggur til við bæjarráð að 1 milljón verði sett i styrki til nýsköpunar og að auki 500.000 kr. til að standa fyrir öðru atvinnumálaþingi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 193. fundur - 04.11.2015

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir eftirfarandi málaflokka:

08 - hreinlætismál
09 - skipulagsmál
10 - samgöngumál
11 - umhverfismál
13 - landbúnaðarmál
31 - eignasjóður
33 - þjónustumiðstöð
65 - veitustofnun

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 fyrir ofangreinda málaflokka til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 05.11.2015

Vísað til nefndar
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2016.
Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir og fór yfir áætlun bóka- og héraðsskjalasafns auk upplýsingamiðstöðva.

Nefndin beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að launaáætlun, bókasafns, héraðsskjalasafns og upplýsingamiðstöðvar verði endurskoðuð og hækkun verði til samræmis við umsamdar launahækkanir. Einnig óskar nefndin eftir því að aukið verði við opnun upplýsingamiðstöðvar og launaáætlun verði hækkuð til samræmis við það. Lagt er til að liðirnir bókakaup og tímarit verði óbreyttir frá árinu 2015.
Nefndin harmar að forstöðumaður bókasafns skuli ekki hafa verið hafður með í ráðum við gerð áætlunar fyrir bóka- og héraðsskjalasafnið.

Hrönn vék af fundi að lokinni yfirferð.

Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir aðra liði fjárhagsáætlunar sem snúa að menningarmálum auk áætlunar fyrir tjaldsvæði.

Varðandi salinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar sem hýsir listaverkasýningar leggur nefndin til að skoðað verði að keyptir verði milliveggir (þilveggir) í salinn til að auka á notagildi salarins.

Varðandi rekstur Tjarnarborgar þá leggur Fulltrúi D-lista fram eftirfarandi tillögu: "Markaðs- og menningarnefnd leggur til að tryggt verði fjármagn til kaupa á hljóðkerfi í Menningarhúsið Tjarnarborg við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016".
Formaður óskaði eftir fundarhlé kl. 18:50
Fundur hófst aftur kl. 18:55
Tillaga fulltrúa D-lista samþykkt með þremur atkvæðum HSÁ, ÆB og GMI. Á móti; AEJ.

Guðlaugur vék af fundi kl. 19:00.

Að öðru leyti vísar markaðs- og menningarnefnd tillögum til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 06.11.2015

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun, sem verða áfram til umfjöllunar á næsta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 09.11.2015

Farið yfir afgreiðslur nefnda um fjárhagsáætlun.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að skoðað verði að keyptir verði milliveggir (þilveggir) í sal Ráðhúss Fjallabyggðar sem hýsir listaverkasýningar til að auka á notagildi salarins.

Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjármagni til kaupa á þilveggjum.

Varðandi rekstur Tjarnarborgar leggur markaðs- og menningarnefnd til að tryggt verði fjármagn til kaupa á hljóðkerfi í Menningarhúsið Tjarnarborg við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Meirihluti bæjarráðs gerir ekki ráð fyrir fjármagni til kaupa á hljóðkerfi fyrr en 2017. Á næsta ári verður haldið áfram með nauðsynlegar endurbætur á húsinu og á m.a. að endurnýja þak vegna leka og glugga.

Helga Helgadóttir og Jón Valgeir Baldursson óska að bókað sé að þau taki undir tillögu markaðs- og menningarnefndar um kaup á hljóðkerfi í Tjarnarborg.
Jafnframt er óskað eftir kostnaðarmati á hljóðkerfi til fundar- og ráðstefnuhalds.

Atvinnumálanefnd lagði til við bæjarráð að 1 milljón verði sett í styrki til nýsköpunar og að auki 500.000 kr. til að standa fyrir öðru atvinnumálaþingi.

Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnumálanefndar.

Undir þessum lið var fjallað um tillögur ungmennaráðs.
Bæjarráð þakkar ábendingarnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 11.11.2015

Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum:
1.
Hækkun launa um 8% á milli ára.
2.
Hækkun staðgreiðslu útsvars 8,9% á milli ára samkv. spá Samb. ísl. sveitarfélaga.
3.
Óbreytt útsvar 14,48% og óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda.
4.
Hækkun þjónustugjalda á milli ára er almennt 4,5%.
5.
Miðað er við verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá.

Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 143 milljónir kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 245 milljónir kr.

Veltufé frá rekstri er 474 milljónir kr. eða 21,5%.
Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 420 milljónir kr. og afborganir langtímakrafna 74 milljónir.

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 33,4% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 75% með þeim meðtöldum.
Ef handbært fé frá rekstri færi til greiðslu langtímaskulda og lífeyrisskuldbindinga tæki það rúmlega þrjú ár að greiða þær upp.

Eiginfjárhlutfall verður 60%.
Veltufjárhlutfall verður 1,46 og handbært fé í árslok 2016 verður 135 milljónir kr.

Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 707 milljónir kr.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, Sólrún Júlíusdóttir og Gunnar I. Birgisson.

S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir óskuðu að eftirfarandi yrði bókað:
"Við undirritaðir bæjarfulltrúar D-lista samþykkjum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2016, en áskiljum okkur rétt til þess að koma með breytingartillögur og aðrar tillögur milli umræðna".

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17.11.2015

123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11 nóvember 2015, samþykkti að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

a) Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þjóðhagsspár í nóvember 2015.

Bæjarráð samþykkir að taka mið af breyttri spá við áætlunargerð.

b) Ofanflóðasjóðslán
Vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir samþykkir bæjarráð að gera ráð fyrir lántökum þeirra vegna við áætlunargerð.

c) Breyting á launaáætlun vegna launatengdra gjalda, námsmats- og kjarabreytinga.
Bæjarráð samþykkir að taka breyttar forsendur inn í áætlunargerð.

d) Móttaka gesta
Bæjarráð samþykkir breytingu á áætlun vegna móttöku gesta 2016 og 2018.

e) Erindi hundafélagsins Trölla.
Búið er að samþykkja úthlutun á hundasvæði við sunnanverðan endann á gamla flugvellinum við Mummavatnið í Ólafsfirði.
Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjármagni á fjárhagsáætlun 2016 fyrir girðingu á hundasvæði.

f) Skógræktarfélag
Bæjarráð samþykkir rekstrarstyrk að upphæð 200 þúsund kr.

g) FM-Trölli.is samstarf
Bæjarráð samþykkir samstarfsstyrk að upphæð 50 þúsund kr.

h) Jassklúbbur Ólafsfjarðar - viðskiptaskuld
Bæjarráð hafnar niðurfellingu viðskiptaskuldar.

i) Rökstólar - samvinnumiðstöð
Bæjarráð telur sig ekki geta styrkt þetta verkefni fjárhagslega.

j) Veraldarvinir
Bæjarráð samþykkir samstarf við Veraldavini að upphæð 610 þúsund kr.

k) Dagvist aldraðra
Bæjarráð samþykkir framlag til dagvistar aldraðra í Hornbrekku að upphæð 2 millj. kr.

l) Opnunartími sundlaugar á Siglufirði á sunnudögum yfir vetrartímann.
Bæjarráð samþykkir vetraropnun sundlaugar á Siglufirði á sunnudögum.

m) Samstarf við HSN - heimahjúkrun
Bæjarráð samþykkir að veita einni milljón kr. til samstarfs við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um samþættingu heimahjúkrunar.

Bæjarráð vísar ofangreindum breytingum til áætlunargerðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 420. fundur - 20.11.2015

123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11 nóvember 2015, samþykkti að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingum frá fyrri umræðu.

a) Upplýsingamiðstöð - lengdur opnunartími.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

b) Gjaldskrá Héraðsskjalasafns.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá.

Bæjarráð vísar breytingum til áætlunargerðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24.11.2015

123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11 nóvember 2015, samþykkti að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingum frá fyrri umræðu.

a) Upplýsingamiðstöð - lengdur opnunartími.
Bæjarráð samþykkir að opnunartími upplýsingamiðstöðva í Fjallabyggð breytist virka daga á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst og verði frá 09 til 17.

b) Tjarnarborg - hljóðkerfi
Hljóðkerfi í Tjarnarborg hafi verið yfirfarið, lagað og er í fínu standi m.a. til funda- og ráðstefnuhalds.

Bæjarráð samþykkir að vísa framkomnum breytingum til síðari umræðu í bæjarstjórn 25. nóvember 2015.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25.11.2015

Síðari umræða um fjárhagsáætlun.
Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum:
1. Hækkun launa um 8% á milli ára.
2. Hækkun staðgreiðslu útsvars 8,9% á milli ára samkv. spá Samb. ísl. sveitarfélaga.
3. Óbreytt útsvar 14,48% og óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda.
4. Hækkun þjónustugjalda á milli ára er almennt 4,5%.
5. Miðað er við verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá.

Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 125 milljónir kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 227 milljónir kr.

Veltufé frá rekstri er 451 milljón kr. eða 20,4%.
Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 420 milljónir kr. og afborganir langtímakrafna 72 milljónir.

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 35,8% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 79% með þeim meðtöldum.
Ef handbært fé frá rekstri færi til greiðslu langtímaskulda og lífeyrisskuldbindinga tæki það þrjú og hálft ár að greiða þær upp.

Eiginfjárhlutfall verður 58%.
Veltufjárhlutfall verður 1,64 og handbært fé í árslok 2016 verður 179 milljónir kr.

Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 709 milljónir kr.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir, Hilmar Elefsen og Ríkharður Hólm Sigurðsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10.12.2015

Hafnarstjóri fór yfir samþykkta fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019.