Reglubundin skoðun - Vigtarskúr

Málsnúmer 1510110

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27.10.2015

Á fund bæjarráðs mætti yfirhafnarvörður, Þorbjörn Sigurðsson.

Til umfjöllunar var skoðunarskýrsla Vinnueftirlits frá 20. október 2015 í kjölfar heimsóknar á hafnarvogina á Siglufirði og viðbrögð við skýrslunni.

Bæjarráð óskar eftir formlegri umsögn yfirhafnarvarðar um skoðunarskýrsluna með úrbætur í huga, fyrir fund bæjarráðs í næstu viku.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 29.10.2015

Til umfjöllunar var skoðunarskýrsla Vinnueftirlits frá 20. október 2015 í kjölfar heimsóknar á hafnarvogina á Siglufirði og viðbrögð við skýrslunni.

Á 414. fundi bæjarráðs var óskað eftir formlegri umsögn yfirhafnarvarðar um skoðunarskýrsluna með úrbætur í huga.

Umsögn yfirhafnarvarðar við skoðunarskýrslu lögð fram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 03.11.2015

Á 414. fundi bæjarráðs, 27. október 2015, var samþykkt að óska eftir formlegri umsögn yfirhafnarvarðar um skoðunarskýrslu Vinnueftirlitsins með úrbætur í huga.

Umsögn lögð fram.

Fram kemur að búið er að leysa vandamál með lykt í vigtarskúr og að fulltrúi Vinnueftirlitsins sé sáttur við áform bæjaryfirvalda varðandi aðstöðu og aðbúnað starfsmanna.