Endurnýjun einingaverðs vegna malbikunar 2015

Málsnúmer 1502077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Malbikun K-M ehf hefur lýst sig reiðubúið til að vinna malbiksvinnu 2015, fyrir bæjarfélagið, á sömu einingarverðum samkv. tilboði síðasta árs.

Bæjarráð samþykkir að framlengja samning um malbikun við Malbikun K-M ehf. um eitt ár og leggur áherslu á að yfirlagnir og viðgerðir verði unnar fyrri hluta sumars.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 09.04.2015

Á 380. fundi bæjarráðs var samþykkt að framlengja samning um malbikun við Malbikun K-M ehf. um eitt ár og lögð áhersla á að yfirlagnir og viðgerðir verði unnar fyrri hluta sumars.

Í erindi deildarstjóra tæknideildar er óskað eftir afstöðu bæjarráðs til þess að einingaverð í samningi verði uppfært um 3,6% samkv. byggingarvísitölu sem fyrirtækið hafði láðst að gera þegar framlenging samnings var til umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að gera verðkönnun í malbiksyfirlagnir fyrir Fjallabyggð.