Til umsagnar - Frumvarp til laga um stjórn vatnsmála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu,EES-reglur),511.mál

Málsnúmer 1502044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að veita umsögn.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Lögð fram umsögn bæjarstjóra til bæjarráðs er varðar frumvarp til laga um stjórn vatnsmála.

Breytingar á lögum um stjórn vatnsmála eru í því fólgnar að til að standa undir vatnsþjónustu er lagt árlegt gjald á:
1. Vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir sem framleiða meira en 250 Gwh/ár.
2. Vatns- og hitaveitur þar sem vatnstaka er að jafnaði yfir 30 lítrum á sekundu.
3. Fráveitur, sem taka við meira en 2000 persónueiningum.

Heildargjaldtaka er samtals um 55 M.kr, þar af komi 40 M.kr. frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum auk hita- og kaldavatnsveitna, fráveitur greiði 15 M.kr.

Fram kemur í umsögn að Fjallabyggð er rétt yfir mörkum í liðum 2 og 3 og gjaldtaka á sveitarfélagið yrði því óveruleg.