Umsókn um lóðir

Málsnúmer 1502072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Lögð fram lóðaumsókn frá Selvík ehf.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25.02.2015

Róbert Guðfinnsson fyrir hönd Selvíkur ehf., sækir um þrjár lóðir. Lóðirnar sem um ræðir eru Suðurgata 14, Lindargata 11 og Lindargata 11b.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun á lóðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 25. febrúar sl., var tekið fyrir erindi Selvíkur ehf. sem sótti um þrjár lóðir, Suðurgötu 14, Lindargötu 11 og Lindargötu 11b Siglufirði.
Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti úthlutun á lóðum.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Selvík ofangreindum lóðum.