Félagsmiðstöðin Neon

Málsnúmer 1502060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Lagðir fram undirskriftarlistar frá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina Neon.

Bæjarráð samþykkir að boða deildarstjóra fjölskyldudeildar og íþrótta- og tómstundafulltrúa á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Á 380. fundi bæjarráðs frá 17. febrúar 2015, voru lagðir fram undirskriftarlistar frá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina Neon.

Bæjarráð samþykkti þá að boða deildarstjóra fjölskyldudeildar og íþrótta- og tómstundafulltrúa á næsta fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir þau atriði sem bent var á í undirskriftalista og mögulegar úrbætur.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókun frá 353. fundi sínum 26. ágúst 2014, þar sem því er beint til fræðslu- og frístundanefndar að fundin verði framtíðarlausn fyrir félagsmiðstöðina.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18.03.2015

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði nefndinni grein fyrir athugasemdum sem borist hafa frá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina Neon.
Félagsmiðstöðin sótti landsmót félagsmiðstöðva 13.-15. mars s.l. 45 unglinar tóku þátt og gekk ferðin vel í alla staði.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21.05.2015

Rætt um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Neon. Nefndin beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að auglýst verði eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26.05.2015

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 21. maí 2015, var rætt um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Neon. Nefndin beindi þeim tilmælum til bæjarráðs að auglýst yrði eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að auglýsa eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir vetraropnun og skipulag starfseminnar.

Starfsemin verður til húsa að Lækjargötu 8 Siglufirði og Ægisgötu 15 Ólafsfirði.

Gert er ráð fyrir að 40 til 50 unglingar sæki félagsmiðstöðina. Fyrirhugað er að hafa opið á miðvikudögum í Ólafsfirði, föstudögum á Siglufirði og til skiptis á mánudögum. Reiknað er með að hefja starfsemina mánudaginn 21. september í Ólafsfirði.