Lóðir undir eldsneytisafgreiðslu, Vesturtangi 18 og 20

Málsnúmer 1403067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16.04.2014

Lagt fram minnisblað frá tæknifulltrúa Fjallabyggðar dags. 24. mars. 2014. Fer bréfritari yfir umsóknir um tvær lóðir við Vesturtanga á Siglufirði.

Bæjarráð leggur til og felur tæknideild að setja saman greinargerð um fyrirhugaða alhliða þjónustumiðstöð í tengslum við útivistarsvæði á tanganum.

Lóðunum verði síðan úthlutað samkvæmt áður samþykktri greinargerð að undangenginni auglýsingu til eins aðila.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Lögð fram umsókn Olís um lóð undir eldsneytisafgreiðslu við Vesturtanga 18-20. Aðeins hafði borist þessi eina umsókn að umsóknarfresti liðnum.

Nefndin samþykkir að veita Olís umbeðna lóð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 377. fundur - 29.01.2015

Í erindi Skeljungs hf dagsettu 19. janúar 2015, er mótmælt úthlutun lóðarinnar að Vesturtanga 18 til Olíuverslunar Íslands og óskað eftir fundi með fulltrúum bæjarfélagsins.

Lagt var fram yfirlit úr skjalakerfi bæjarfélagins um sögu mála vegna lóðar undir eldsneytisafgreiðslu á Vesturtanga.

Bæjarráð samþykkir að fá lögfræðiálit á málinu og í framhaldi af því verði formanni bæjarráðs, bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að eiga fund með fulltrúum Skeljungs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 03.02.2015

Lagt fram til kynningar lögfræðiálit um réttarstöðu olíufélaganna Skeljungs, N1 og Olís vegna umsóknar og úthlutunar lóðar fyrir eldsneytisafgreiðslu.

Bæjarráð felur tæknideild að leggja fram tillögu um mögulegar lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar, eina á Siglufirði og aðra í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Kynntir möguleikar á lóðum undir sjálfsafgreiðslustöðvar á Ólafsfirði og Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd á eftir að fjalla um málið og síðan kemur það fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10.04.2019

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olíuverslunar Íslands kom á fund bæjarráðs og kynnti framtíðaráform varðandi uppbyggingu Olís á Siglufirði.

Bæjarráð þakkar Jóni fyrir komuna og bíður eftir frekari tillögum frá Olís.