Framkvæmdaáætlun fráveitu 2015-2018

Málsnúmer 1502030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Lagt fram kostnaðarmat frá VSÓ ráðgjöf dagsett 9. febrúar 2015 er varðar hönnun á endurnýjun hluta Lækjargötu á Siglufirði, Álalækjaræsi og vegna yfirfalls frá Tjarnarborgartjörn í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra tæknideildar að fá tilboð frá VSÓ um hönnun og gerð útboðsgagna þessara tveggja áfanga og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Lagður fram hönnunarsamningur við VSÓ vegna endurnýjunar Lækjargötu milli Eyrargötu og Aðalgötu á Siglufirði.
Hönnun og gerð útboðsgagna er 3.750.000 + vsk.
Skil verkefnis 28. apríl 2015.
Einnig vegna yfirfallslögn frá tjörn meðfram Múlavegi til norðurs að hafnarsvæði í Ólafsfirði.
Hönnun og gerð útboðsgagna 2.700.000 + vsk.
Skil verkefnis 21. apríl 2015.

Reiknað er með að verkin verði boðin út strax að lokinni hönnun og framkvæmdir hefjist seinni partinn í maí.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan hönnunarsamning við VSÓ.

S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og óskaði að eftirfarandi yrði bókað:

"Þessi brýna framkvæmd er ekki á fjárhagsáætlun 2015 sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 15. des. 2014 með 7 atkvæðum. Undirrituð spyr hvort taka eigi fjármagn af þeim framkvæmdum sem eru á áætlun eða hvort sé búið að tryggja fjármagn í framkvæmdina með öðrum hætti.
Þar sem ekki hefur verið gert grein fyrir fjármögnun í þessa framkvæmd, þá sé ég mér ekki fært um að greiða atkvæði með þessari framkvæmd og sit hjá".

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Varðandi bókun S. Guðrúnar Hauksdóttur á bæjarráðsfundi 24/2 2015, vill bæjarstjóri koma eftirfarandi á framfæri.

A. Upphæð hönnunarsamnings við VSÓ sem samþykktur var í bæjarráði 24/2 sem eru um 6 mkr. er langt innan fjárhagsáætlunar.

B. Þau verk, sem verða framkvæmd í sumar í endurgerð gatna og holræsa eru:

1. Álalækjarræsi + endurnýjun götu (Siglufirði)

a. Endurnýjun götu
30,0 mkr. (65-31-8590)
b. Endurnýjun gangstétt 7,0 mkr. (65-31-8590)
c. Vatnsveita 4,0 mkr. (65-31-8590)
Samtals 41,0 mkr.

2. Yfirfallslögn frá tjörn til norðurs (Ólafsfirði)

a. Endurnýjun götu
10,0 mkr. (65-31-8590)
b. Endurnýjun gangstétt 5,0 mkr. (65-31-8590)
c. Ný drenlögn 30,0 mkr. (65-31-8590)
Samtals 45,0 mkr.

Heildarfjármögnun til gatnagerðar, gangstétta, holræsa og vatnslagna er 105 mkr., þá má benda á að fjármagn til ófyrirséðra framkvæmda er 12,5 mkr.
Þá má reikna með að tilboð í verkið verði eitthvað lægri en kostnaðaráætlun.
Það er því ljóst að ofangreindar framkvæmdir rúmast vel innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Ef til vill þarf að færa framkvæmdakostnað á milli einstakra liða þ.e. meira magn til holræsa og minna til gangstétta.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 388. fundur - 14.04.2015

Tekið fyrir erindi Skúla Pálssonar, dagsett 20. mars 2015, vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda í Ólafsfirði.

Bæjarráð þakkar fyrir ábendingar.
Ódýrari lausn fannst á afrennsli tjarnarinnar í Ólafsfirði í framhaldi af ábendingu.

Jafnframt var tekið fyrir erindi deildarstjóra tæknideildar Ármanns Viðars Sigurðssonar, dagsett 13. apríl 2015.
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að framkvæma lokað útboð á endurnýjun götu og lagna í Lækjargötu milli Eyrargötu og Gránugötu á Siglufirði.
Miðað yrði við að bjóða verkið út í apríl og verklok yrðu í lok júní 2015.
Sex aðilar eru tilteknir.
Árni Helgason ehf, Bás ehf, Norðurtak ehf, Smári ehf, Steypustöðin Dalvík ehf og Sölvi Sölvason.

Bæjarráð samþykkir að veita deildarstjóra tæknideildar heimild til að bjóða út verkið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 06.11.2015

Lögð fram drög að samningi við VSÓ vegna hönnunar og útboði fráveituframkvæmda á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að samið verði við VSÓ og vísar hluta kostnaðar kr. 1,6 millj. til viðauka við fjárhagsáætlun 2015 og hluta til fjárhagsáætlunar 2016 að upphæð 3,8 millj..