Ársreikningur 2014

Málsnúmer 1502055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Lögð fram til kynningar verklýsing KPMG við endurskoðun ársreiknings bæjarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2014 lagður fram og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar, 11. mars 2014.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 11.03.2015

Á fund bæjarstjórnar kom endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G. Þorsteinsson og fór yfir helstu kennitölur í ársreikningi, endurskoðunarskýrslu og svaraði fyrirspurnum.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2014 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.985,3 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 167,3 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 2.071,0 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.747,3 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 145,7 millj. kr.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrirliggjandi ársreikningar sýna vel þann árangur sem náðist í fjármálum Fjallabyggðar á síðasta kjörtímabili. Fjárhagur sveitarfélagsins er mjög traustur en áfram þarf að sýna ábyrgð í fjármálum til að viðhalda þessari góðu stöðu til hagsbóta fyrir íbúa Fjallabyggðar. Ársreikningarnir sýna einnig að engin innistæða var fyrir bókun meirihluta bæjarstjórnar á 110. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember 2014, þar sem látið var liggja að því að staða sveitarfélagsins væri verri en hún er í raun. Einnig viljum við þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra þátt í því að þessi niðurstaða er orðinn að veruleika.

S. Guðrún Hauksdóttir og Helga Helgadóttir"

Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 30.04.2015

Tekin til síðari umræðu ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2014.

Bæjarstjóri fór yfir tölur í ársreikningi.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2014 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.985,3 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 167,3 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 2.071,0 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.747,3 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 145,7 millj. kr.

Til máls tóku Kristinn Kristjánsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af meirihluta F-lista og S-lista:

"Góð afkoma bæjarsjóðs Fjallabyggðar á árinu 2014 er aðallega tilkomin vegna:
1. Lægri verðbólgu
2. Lægri vaxta
3. Aukningu tekna m.a. frá óreglulegum liðum
4. Frestun óarðbærra framkvæmda sem voru á fjárhagsáætlun 2014.

Þessi góða afkoma bæjarsjóðs er grundvöllur þess að hægt sé að standa undir góðri þjónustu og nauðsynlegum framkvæmdum í skólamálum, fráveitumálum, hafnarframkvæmdum, tjaldsvæðum, íþróttamálum o.fl.

Meirihlutinn vill benda á að rekstur á seinni hluta síðasta árs kom mjög vel út og rekstrarafgangur var jákvæður um 167 Mkr. í stað 43 Mkr., sem gert var ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun.

Byrjun ársins 2015 lofar góðu, þökk sé góðu starfsfólki, aðhaldi, hagræðingu í rekstri og vel ígrunduðum fjárfestingum".

Sólrún Júlíusdóttir óskaði að bókað væri að samkvæmt upplýsingum meirihlutans þá væri átt við með frestun óarðbærra framkvæmda það sem tengist bæjarskrifstofunni og bókasafninu í Ólafsfirði.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning Fjallabyggðar.