Trúnaðarlæknir bæjarfélagsins - verklagsreglur

Málsnúmer 1502051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Lagt fram yfirlit yfir veikindi síðasta árs.
Langtímaveikindi námu þar um tveimur þriðju af skráðum veikindum.

Rætt var um verklag við aðkomu trúnaðarlæknis bæjarfélagsins að starfsmannaveikinum.

Bæjarráð hafði á 296. fundi sínum 21. maí 2013, samþykkt eftirfarandi tillögu er varðar hlutaveikindi til að skerpa á túlkun:

"Forstöðumenn og yfirmenn stofnana sveitarfélagsins skulu hafa samráð við skrifstofu- og fjármálastjóra (nú deildarstjóra stórnsýslu og fjármála) þegar til skoðunar er að veita starfsmönnum heimild til að vinna skert starf að læknisráði vegna veikinda eða slysa (hlutaveikindi)."

Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga sem bæjarfélagið er aðili kemur fram í grein 12.1.1.
"Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Krefjast má læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem forstöðumanni/yfirmanni stofnunar þykir þörf á."

Bæjarráð samþykkir að starfsmaður leggi fram læknisvottorð frá trúnaðarlækni bæjarfélagsins þegar um veikindi eða óvinnufærni er að ræða í 4 vikur eða lengur.
Bæjarráð minnir á að samkvæmt ákvæðum kjarasamninga má forstöðumaður/yfirmaður stofnunar krefjast læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem er.