Bæjarráð Fjallabyggðar

897. fundur 06. nóvember 2025 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal bæjarstjóra vegna vinnufunda forstöðumanna og nefnda á milli umræðna um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn. Bæjarstjóri leggur jafnframt til að þegar síðari umræðu um fjárhags - og framkvæmdaáætlun er lokið í bæjarstjórn að haldinn verði opinn íbúafundur til kynningar á áætlunum ársins 2026 og að sá fundur verði í desember í Tjarnarborg.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð leggur áherslu á að fjárhagsáætlun eins og hún liggur fyrir í fyrri umræðu í bæjarstjórn fari til umræðu í nefndum og á meðal forstöðumanna stofnanna sem fyrst. Jafnframt er bæjarstjóra falið að skipuleggja íbúafund til að kynna endanlega fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026 og að sá fundur verði haldinn í Tjarnarborg eigi síðar en 10.desember n.k.

2.Framkvæmdaáætlun 2026

Málsnúmer 2507008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt framkvæmdasviðs á tillögum á fjárfestingum og framkvæmdum fyrir árið 2026.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar framkvæmdasviði fyrir samantektina og tillögurnar og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi áætlaðan kostnað við hverja fjárfestingu eða framkvæmd.

3.Styrkumsóknir 2026 - Menningarmál

Málsnúmer 2508056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga markaðs - og menningarnefndar um úthlutanir almennra menningarstyrkja fyrir árið 2026.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2026. Endanleg úthlutun verður tilkynnt umsækjendum í byrjun janúar 2026.

4.Styrkumsóknir 2026 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2508053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga markaðs - og menningarnefndar um úthlutun styrkja til hátíðarhalda og stærri viðburða í Fjallabyggð fyrir árið 2026.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2026. Endanleg úthlutun verður tilkynnt umsækjendum í byrjun janúar 2026.

5.Styrkumsóknir 2025 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2508054Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga markaðs - og menningarnefndar um úthlutun rekstrarstyrkja til safna og setra í Fjallabyggð fyrir árið 2026.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2026. Endanleg úthlutun verður tilkynnt umsækjendum í byrjun janúar 2026.

6.Vatnsveita í Brimnesdal

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra þar sem þess er óskað að unnið verði hættumat fyrir vatnsveitu Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur framkvæmdasviði að vinna málið áfram og fá upplýsingar um framkvæmd og kostnað við hættumat vatnsveitunnar.

7.Stuðningur við Flugklasann Air66N 2026

Málsnúmer 2510075Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N þar sem óskað er eftir fjárhagsstuðningi að upphæð kr. 500 á hvern íbúa árið 2026.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.

8.Ferðaklasi Fjallabyggðar

Málsnúmer 2511002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá þremur aðilum f.h. Hvanndala Lodge, Hótel Sigluness og Sóta Summits, þar sem óskað er eftir stofn - og rekstrarstyrk í sameiginlegan vettvang ferðaþjónustuaðila, Fjallabyggðar og annarra hagsmunaaðila í formi Ferðaklasa Fjallabyggðar sem ætlað væri að efla samstarf og samhæfingu ferðaþjónstuaðila og annarra aðila á svæðinu.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með hlutaðeigandi aðilum til kynningar á fyrirhuguðu verkefni.

9.Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2511003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sóta Summits þar sem kynnt er hugmynd að útfærslu upplýsingamiðstöðvar sem yrði hjarta upplýsinga og kynningastarfs fyrir Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá Sóta Summits um hugmyndina og skila inn greinargerð á næsta fundi bæjarráðs.

10.Umsókn um launalaust leyfi

Málsnúmer 2511004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá starfsmanni íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar um launalaust leyfi frá 1. janúar 2026 til 1. janúar 2027.
Synjað
Umsóknin uppfyllir ekki skilyrði skv. ákvæðum 3 og 4 í viðmiðunarreglum Fjallabyggðar um launalaust leyfi og hafnar bæjarráð því erindinu.

11.Ágóðahlutagreiðsla 2025

Málsnúmer 2510077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem fram kemur að ágóðahlutagreiðsla til Fjallabyggðar fyrir árið 2025 er kr. 1.233.500. Gert var ráð fyrir kr. 1.000.000 vegna ársins 2025 í fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Vinnustofur HMS um breytt byggingareftirlit

Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning um vinnustofur HMS um breytt byggingaeftirlit en vinnustofa verður á Akureyri 10.nóvember.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:15.