Styrkumsóknir 2025 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2508054

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 16.10.2025

Fyrir liggja umsóknir um styrki til reksturs safna og setra fyrir árið 2026.
Vísað til bæjarráðs
Umsóknir um rekstrarstyrki til safna og setra fyrir árið 2026 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd veitir umsögn um umsóknirnar til bæjarráðs sem úthlutar rekstrarstyrkjum til safna og setra í upphafi nýs árs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 897. fundur - 06.11.2025

Fyrir liggur tillaga markaðs - og menningarnefndar um úthlutun rekstrarstyrkja til safna og setra í Fjallabyggð fyrir árið 2026.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2026. Endanleg úthlutun verður tilkynnt umsækjendum í byrjun janúar 2026.