Framkvæmdaáætlun 2026

Málsnúmer 2507008

Vakta málsnúmer

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 19.08.2025

Fyrir liggur vinnuskjal um ýmsar framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í á árinu 2026.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri og bæjarstjóri fóru yfir nokkrar hugmyndir varðandi ýmsar framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í á næsta ári. Áfram verður unnið að tillögum að áætlun um framkvæmdir og kostnaðarmati á fyrirhuguðum framkvæmdum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 897. fundur - 06.11.2025

Fyrir liggur samantekt framkvæmdasviðs á tillögum á fjárfestingum og framkvæmdum fyrir árið 2026.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar framkvæmdasviði fyrir samantektina og tillögurnar og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi áætlaðan kostnað við hverja fjárfestingu eða framkvæmd.