Ferðaklasi Fjallabyggðar

Málsnúmer 2511002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 897. fundur - 06.11.2025

Fyrir liggur erindi frá þremur aðilum f.h. Hvanndala Lodge, Hótel Sigluness og Sóta Summits, þar sem óskað er eftir stofn - og rekstrarstyrk í sameiginlegan vettvang ferðaþjónustuaðila, Fjallabyggðar og annarra hagsmunaaðila í formi Ferðaklasa Fjallabyggðar sem ætlað væri að efla samstarf og samhæfingu ferðaþjónstuaðila og annarra aðila á svæðinu.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með hlutaðeigandi aðilum til kynningar á fyrirhuguðu verkefni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 898. fundur - 13.11.2025

Fulltrúar óstofnaðs félags um Ferðaklasa Fjallabyggðar, Ólöf Ýrr Atladóttir frá Sóta Summit og Eva Steinþórsdóttir frá Hótel Siglunesi, mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir helstu hugmyndir er fram koma í umsókn til Fjallabyggðar um fjárhagslegan stuðning við verkefnið.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar fyrir góða yfirferð og upplýsingar. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 121. fundur - 13.11.2025

Fyrir liggur kynning á hugmyndum um stofnun á Ferðaklasa Fjallabyggðar en erindið er til umræðu í bæjarráði Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd fagnar því frumkvæði sem fram kemur í erindinu og leggur áherslu á að aðkoma Fjallabyggðar að stofnun Ferðaklasa Fjallabyggðar sé skoðuð nánar.