Bæjarráð Fjallabyggðar

606. fundur 28. maí 2019 kl. 16:30 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samráðsfundur

Málsnúmer 1904094Vakta málsnúmer

Lögð fram áskorun Sýslumanna, dags. 07.05.2019 þar sem fram kemur að í nýjum athugasemdum Ríkisendurskoðunar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gefi sérstakt tilefni til þess að endurskoða þurfi fjárveitingar til Sýslumannsembættisins þar sem núverandi fjármagn til embættisins dugar ekki til þess að sinna reglulegum verkefnum eða rekstrarútgjöldum. Sýslumenn skora á fjárveitingarvaldið að snúa vörn í sókn og nýta tækifærin til eflingar embættanna sem miðstöð stjórnsýslu ríkis í héraði, eins og stefnt var að með setningu laga nr. 50/2014. En ljóst er að litlar sem engar breytingar hafa verið gerðar á verkefnum sýslumannsmbættanna frá sameiningu þeirra.

Bæjarráð tekur undir áskorun sýslumanna og skorar á ríkisstjórnina að efla embættin og standa vörð um þjónustu og störf á landsbyggðinni.

2.Brunaæfing í Múlagöngum 24. febrúar 2019

Málsnúmer 1903056Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra f.h. bæjarráðs, dags. 21.05.2019 til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra vegagerðarinnar. Í bréfinu óskar bæjarráð eftir því við vegagerðina að áhættumat og brunavarnarúttekt verði gerð í jarðgöngum í Fjallabyggð og í framhaldi af úttekt gerður þjónustusamningur við Fjallabyggð um brunavarnir í jarðgöngum. Auk þess er áréttað mikilvægi útvarpssendinga fyrir öryggi vegfaranda í jarðgöngum.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið á vegamálastjóra.

3.Samningur um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar 2019

Málsnúmer 1905058Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjuðum þjónustusamningi milli Fjallabyggðar og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) um rekstur knattspyrnuvalla í Ólafsfirði og á Siglufirði árið 2019 ásamt fylgiskjölum.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Þingfundur ungmenna 17. júní 2019

Málsnúmer 1905031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 22.05.2019 varðandi erindi Ragnheiðar J. Ingimarsdóttur fh. forsætisráðuneytisins. dags. 13.05.2019 þar sem fram kemur að í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13-16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.
Í umsögn deildarstjóra kemur fram að Ungmennaráð hafi verið starfrækt í vetur en gengið brösuglega. Því miður tókst ekki að senda þátttakendur á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 í apríl sl., eins og stóð til en þeir unglingar sem gáfu kost á sér til þátttöku hættu við. Umræddur þingfundur er á þeim tíma að unglingar eru komnir í sumarvinnu og jafnvel sumarleyfi með fjölskyldum. Í erindinu kemur fram að gert er ráð fyrir að foreldri/forráðamaður fylgi hverjum þátttakanda. Um er að ræða tveggja daga dagskrá því ákveðin undirbúningsvinna fer fram 16. júní í Reykjavík. Undirrituð getur ekki séð að auðvelt verði að fá unglinga úr Ungmennaráði til þátttöu í þingfundi ungmenna af áðurgreindum ástæðum. Deildarstjóri leggur til að Fjallabyggð sitji hjá að þessu sinni.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra en hvetur unglinga í Ungmennaráði til þess að taka þátt á samráðsvettvangi ungs fólks á næsta ári.

5.Ósk um styrk vegna Sjávarútvegsskóla

Málsnúmer 1905029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.05.2019 er varðar ósk um styrk vegna fyrirhugaðrar kennslu Sjávarútvegsskólans í Fjallabyggð í sumar fyrir 8. bekkinga grunnskólans í samvinnu við vinnuskólann. Sjávarútvegsskólinn hefur verið starfræktur á Austfjörðum frá árinu 2013 en þá setti Síldarvinnslan hann á stofn. Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri tók við rekstri skólans 2016 og eru nemendur úr Sjávarútvegsfræði kennarar skólans. Undanfarin ár hefur skólinn verið starfræktur á Austurlandi og Norðurlandi og hafa fyrirtæki og stofnanir á þeim stöðum þar sem kennt er alfarið staðið undir rekstri skólans. Kennt er í eina viku á hverjum stað.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að dvöl í skólanum eykur fjölbreytni náms í vinnuskólanum og gefur nemendum meiri innsýn en þeir nú hafa inn í sjávarútveg. Reynslan sýnir að lang flestir nemendur á þessum aldri sækja vinnuskólann og fær því sem næst heill árgangur þessa fræðslu.
Deildarstjóri leggur til að Fjallabyggðarhafnir styrki skólann og leggi þannig sitt að mörkum til að tryggja staðsetningu hans í Fjallabyggð í sumar. Tillaga um styrk er kr. 100.000- og lagt til að hann verði bókfærður 41100-4915.

Bæjarráð fagnar því að Sjávarútvegsskólinn verið starfræktur í Fjallabyggð í sumar og samþykkir að veita skólanum styrk að upphæð kr. 100.000 sem færist á lið 41100 - 4915 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.

6.Útboð á skóla- og frístundaakstri 2019-2022

Málsnúmer 1905060Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna skóla- og frístundaaksturs 2019-2022 ásamt akstursáætlun og skóladagatali 2019-2020.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að auglýsa opið útboð.

7.Skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1905039Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi Fjallabyggðar við Suðurleiðir ehf. um frístundaakstur sumarið 2019 ásamt akstursáætlun og vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að tvö tilboð hafi borist í frístundaakstur sumarið 2019, þ.e. frá Suðurleiðum ehf og Akureyri Excursions ehf.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Suðurleiðir ehf um frístundaakstur sumarið 2019 sem jafnframt var lægstbjóðandi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðaralagna í Ólafsfirði

Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Steinmars H. Rögnvaldssonar fh. Tengis hf. dags. 21.05.2019 þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi vegna lagningu ljósleiðara um Ólafsfjörð sumarið 2019. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og verði lokið í desember 2019 og endanlegum frágangi verði lokið vorið 2020.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdarleyfið og felur deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir með tilliti til frágangs vegna jarðvegsvinnu og malbiks og gefa bæjarráði skýrslu þar um.

9.Tilboð Laugarvegur 39

Málsnúmer 1905066Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Stefáns Más Stefánssonar dags. 27. maí sl. varðandi viðhald og viðgerðir á Laugarvegi 39.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

10.Heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu.

Málsnúmer 1905053Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bergsteins Jónssonar framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, dags. 22.05.2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum, ásamt markvissri og reglubundinni fræðslu til barna og fullorðinna. Samkvæmt nýrri tölfræði sem UNICEF á Íslandi fékk Rannsóknir og Greiningu til að vinna fyrir sig hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi (16,4%) orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og deildarstjóra félagsmáladeildar.

11.Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings - sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, dags. 23.05.2019 þar sem fram kemur að stjórn Eyþings hefur áhuga á að leggja til fjármagn að fjárhæð 2,5 m.kr. til að halda málþing ungmenna á Norðurlandi eystra árið 2019. Óskað er eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélögin á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

12.Búnaður til útvarpssendinga í veggöngum

Málsnúmer 1712025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jónasar Guðmundssonar fh. Samgöngufélagsins, dags. 23.05.2019 þar sem óskað er eftir afriti af bréfi bæjarráðs Fjallabyggðar til vegagerðarinnar varðandi uppsetningu búnaðar til útvarpssendinga í jarðgöngum í Fjallabyggð og svar vegagerðarinnar við erindinu.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindin ásamt svari á Samgöngufélagið.

13.Sumarfundur ríkisstjórnarinnar

Málsnúmer 1905062Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings, dags. 24.05.2019 þar sem fram kemur að Eyþingi hafi borist erindi frá Ríkisstjórn Íslands þar sem boðað er til fundar með fulltrúum sveitarfélaga innan Eyþings í Mývatnssveit þann 13. júní 2019 kl. 14:00. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn fulltrúa sveitarfélags sem sækja munu fundinn (hámark tveir frá hverju sveitarfélagi) ásamt helstu áherslumálum fyrir 31. maí nk.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í fulltrúaráði Eyþings sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og telur mikilvægt að leggja áherslu á umræðu um flutning starfa frá ríki til sveitarfélaga, laxeldi í sjó og öryggismál í jarðgöngum á Tröllaskaga.

14.Til umsagnar 825. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1905048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17.05.2019 til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.

15.Til umsagnar 753. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1905052Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 20.05.2019 til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.

16.Fundargerðir Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi - 2019

Málsnúmer 1901028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.

17.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:

240. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 21. maí sl.
7. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags frá 23. maí sl.
119. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 23. maí sl.

Fundi slitið - kl. 17:15.