Búnaður til útvarpssendinga í veggöngum

Málsnúmer 1712025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19.12.2017

Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngufélagi Íslands vegna búnaðar til útsendinga útvarps í veggöngum. Bréfið var m.a. sent samgönguráðherra, Vegagerðinni og sveitarfélögum þar sem veggöng eru þar sem ekki nást útvarpssendingar. Félagið hefur með aðstoð verkfræðistofunni Eflu skoðað hvað þurfi til að ná megi útsendingum útvarps í þeim veggöngum, þar sem ekki nást útvarpssendingar eins og er. Er lagt til að undirbúningur hefjist til þess að koma búnaði upp í veggöngunum og að gert verði ráð fyrir kostnaðinum í samgönguáætlun.

Bæjarráð tekur undir nauðsyn þess að útvarpssendingar náist í veggöngum, enda myndi það auka öryggi vegfarenda. Bæjaryfirvöld hafa tekið málið upp við Vegagerðina án árangurs og er unnið að gerð erindis til Vegagerðarinnar vegna málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11.12.2018

Lagt fram erindi Samgöngufélagsins, dags. 05.12.2018 varðandi búnað til útsendinga útvarps í veggöngum. Í erindi Samgöngufélagsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 28.11.2018 gerir Samgöngufélagið athugasemdir við tillögu nefndarinnar að fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 þar sem bent er á að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á búnaði til útsendinga útvarps í eldri göngum hérlendis né sé vitað til að vinna sé í gangi til undirbúnings uppsetningar slíks búnaðar.
Bæjarráð tekur undir athugasemdir samgöngufélagsins vegna tillögu samgöngunefndar Alþingis að fimm ára samgönguáætlun fyrir 2019 - 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26.02.2019

Lagt fram til kynningar erindi Jóns Guðmundssonar fh. Samgöngufélagsins, dags. 10.02.2019 þar sem athygli er vakin á grein Jóns sem birtist á vef Bæjarins besta þann 8. febrúar sl. undir heitinu Umferð í vegöngum og forgangsröðun búnaðar þar.

Með greininni fylgir tafla með tölum um umferð í veggöngum landsins, öðrum en Hvalfjarðargöngum, fyrir árin 2016-2018. Samkvæmt þeim tölum sem þar koma fram er full þörf talin á því að halda áfram baráttu fyrir búnaði til útsendinga útvarps í öllum veggöngum á landinu.
Greinina má nálgasta á slóðinni : http://www.bb.is/2019/02/umferd-i-veggongum-og-forgangsrodun-a-bunadi-thar/

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lagt fram erindi Jónasar Guðmundssonar fh. Samgöngufélagsins, dags. 23.05.2019 þar sem óskað er eftir afriti af bréfi bæjarráðs Fjallabyggðar til vegagerðarinnar varðandi uppsetningu búnaðar til útvarpssendinga í jarðgöngum í Fjallabyggð og svar vegagerðarinnar við erindinu.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindin ásamt svari á Samgöngufélagið.