Ósk um styrk vegna Sjávarútvegsskóla

Málsnúmer 1905029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21.05.2019

Lagt fram erindi Guðrúnar A. Jónsdóttur fh. Sjávarútvegsmiðstöðvar, dags. 14.05.2019 þar sem óskað er eftir skyrk vegna Sjávarútvegsskólans en skólinn er fyrir 8. bekkinga Grunnskóla, börn fædd 2005. Sjávarútvegsskólinn hefur verið starfræktur á Austfjörðum frá árinu 2013 en þá setti Síldarvinnslann hann á stofn. Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri tók við rekstri skólans 2016 og eru nemendur úr Sjávarútvegsfræði kennarar skólans. Undanfarin ár hefur hann verið starfræktur á Austurlandi og Norðurlandi í samvinnu við vinnuskóla hvers byggðarlags og halda börnin launum sínum meðan þau sækja skólann. Kennt er í eina viku á hverjum stað. Fyrirtæki og stofnanir á þeim stöðum þar sem kennt er hafa alfarið staðið undir rekstri skólans.

Sjávarútvegsskólinn verður starfræktur í Fjallabyggð í sumar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.05.2019 er varðar ósk um styrk vegna fyrirhugaðrar kennslu Sjávarútvegsskólans í Fjallabyggð í sumar fyrir 8. bekkinga grunnskólans í samvinnu við vinnuskólann. Sjávarútvegsskólinn hefur verið starfræktur á Austfjörðum frá árinu 2013 en þá setti Síldarvinnslan hann á stofn. Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri tók við rekstri skólans 2016 og eru nemendur úr Sjávarútvegsfræði kennarar skólans. Undanfarin ár hefur skólinn verið starfræktur á Austurlandi og Norðurlandi og hafa fyrirtæki og stofnanir á þeim stöðum þar sem kennt er alfarið staðið undir rekstri skólans. Kennt er í eina viku á hverjum stað.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að dvöl í skólanum eykur fjölbreytni náms í vinnuskólanum og gefur nemendum meiri innsýn en þeir nú hafa inn í sjávarútveg. Reynslan sýnir að lang flestir nemendur á þessum aldri sækja vinnuskólann og fær því sem næst heill árgangur þessa fræðslu.
Deildarstjóri leggur til að Fjallabyggðarhafnir styrki skólann og leggi þannig sitt að mörkum til að tryggja staðsetningu hans í Fjallabyggð í sumar. Tillaga um styrk er kr. 100.000- og lagt til að hann verði bókfærður 41100-4915.

Bæjarráð fagnar því að Sjávarútvegsskólinn verið starfræktur í Fjallabyggð í sumar og samþykkir að veita skólanum styrk að upphæð kr. 100.000 sem færist á lið 41100 - 4915 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.