Sumarfundur ríkisstjórnarinnar

Málsnúmer 1905062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings, dags. 24.05.2019 þar sem fram kemur að Eyþingi hafi borist erindi frá Ríkisstjórn Íslands þar sem boðað er til fundar með fulltrúum sveitarfélaga innan Eyþings í Mývatnssveit þann 13. júní 2019 kl. 14:00. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn fulltrúa sveitarfélags sem sækja munu fundinn (hámark tveir frá hverju sveitarfélagi) ásamt helstu áherslumálum fyrir 31. maí nk.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í fulltrúaráði Eyþings sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og telur mikilvægt að leggja áherslu á umræðu um flutning starfa frá ríki til sveitarfélaga, laxeldi í sjó og öryggismál í jarðgöngum á Tröllaskaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 608. fundur - 11.06.2019

Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings, dags. 06.06.2019 þar sem fram kemur að fyrirhuguðum sumarfundi ríkisstjórnarinnar með sveitarfélögum á svæði Eyþings verður frestað til 8. - 9. ágúst nk.