Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 1905061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings - sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, dags. 23.05.2019 þar sem fram kemur að stjórn Eyþings hefur áhuga á að leggja til fjármagn að fjárhæð 2,5 m.kr. til að halda málþing ungmenna á Norðurlandi eystra árið 2019. Óskað er eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélögin á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22.10.2019

Í kjölfar þess að stjórn Eyþings ákvað að leggja til fjármagn að upphæð 2,5 mkr. til að hald málþing ungmenna á Norðurlandi eystra á árinu 2019. Var óskað eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélög á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing. Fulltrúar frá Langanesbyggð, Fjallabyggð og Akureyri hafa verið skipaðir í stýrihóp sem vinnur að undirbúningi verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir að skipa deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í stýrihópinn fh. Fjallabyggðar.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 23. fundur - 14.11.2019

Eyþing hefur lagt til fjármagn til að halda málþing ungmenna á Norðurlandi eystra árið 2019. Óskað var eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélögin á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna. Fjallabyggð ákvað að taka þátt og fyrirhugað málþing verður á Húsavík dagana 10.-11. desember. Frá Fjallabyggð munu þrír fulltrúar, ungmenni úr Ungmennaráði Fjallabyggðar fara með starfsmanni.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 24. fundur - 16.12.2019

Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra sem vera átti á Húsavík dagana 12.-13. desember var frestað vegna veðurs. Frá Fjallabyggð fara þrír fulltrúar Ungmennaráðs Fjallabyggðar. Fyrirhugað er að halda málþingið í janúar 2020.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 25. fundur - 24.02.2020

Dagana 10. - 11. febrúar 2020 var haldið málþing á Húsavík undir yfirskriftinni Ungt fólk og Eyþing 2020. Þar mættu fulltrúar ungmenna aðildarsveitarfélaga Eyþings. Fulltrúar Fjallabyggðar komust ekki vegna veðurs og lokunar í Ólafsfjarðarmúla. Umfjöllunarefni málþingsins var Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna en auk þess fengu ungmennin kynningu á Eyþing, fóru í sjóböðin og ýmislegt fleira var gert. Unnið var í fjórum hópum og gerðu hóparnir tillögu að næsta viðburði Ungs fólks og Eyþings. Niðurstaðan var að halda Landsmót ungmenna í SSNE sem yrði haldið á vordögum. Þangað mun Fjallabyggð senda fulltrúa sína.