Þingfundur ungmenna 17. júní 2019

Málsnúmer 1905031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21.05.2019

Lagt fram erindi Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur fh. forætisráðuneytisins, dags. 13.05.2019 þar sem fram kemur að í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13-16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 22.05.2019 varðandi erindi Ragnheiðar J. Ingimarsdóttur fh. forsætisráðuneytisins. dags. 13.05.2019 þar sem fram kemur að í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13-16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.
Í umsögn deildarstjóra kemur fram að Ungmennaráð hafi verið starfrækt í vetur en gengið brösuglega. Því miður tókst ekki að senda þátttakendur á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 í apríl sl., eins og stóð til en þeir unglingar sem gáfu kost á sér til þátttöku hættu við. Umræddur þingfundur er á þeim tíma að unglingar eru komnir í sumarvinnu og jafnvel sumarleyfi með fjölskyldum. Í erindinu kemur fram að gert er ráð fyrir að foreldri/forráðamaður fylgi hverjum þátttakanda. Um er að ræða tveggja daga dagskrá því ákveðin undirbúningsvinna fer fram 16. júní í Reykjavík. Undirrituð getur ekki séð að auðvelt verði að fá unglinga úr Ungmennaráði til þátttöu í þingfundi ungmenna af áðurgreindum ástæðum. Deildarstjóri leggur til að Fjallabyggð sitji hjá að þessu sinni.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra en hvetur unglinga í Ungmennaráði til þess að taka þátt á samráðsvettvangi ungs fólks á næsta ári.