Brunaæfing í Múlagöngum 24. febrúar 2019

Málsnúmer 1903056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26.03.2019

Lögð fram skýrsla slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar um brunaæfingu í Múlagöngum þann 24.02.2019 þar sem æfð voru viðbrögð og framkvæmd vegna umferðarslyss. Slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla komu að æfingunni. Í skýrslunni er farið yfir framkvæmd æfingarinnar og þau atriði sem þarf að bæta og hafa í huga við umferðarslys í Múlagöngum.

Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar greinagóða skýrslu og felur bæjarstjóra að senda erindi á Vegamálastjóra varðandi brunavarnamál í jarðgöngum í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 599. fundur - 02.04.2019

Lögð fram drög af bréfi bæjarráðs dags. 02.04.2019 til vegamálastjóra varðandi brunavarnir í jarðgöngum í Fjallabyggð þar sem óskað er eftir viðræðum við Vegagerðina um þjónustusamning um brunavarnir í jarðgöngum í Fjallabyggð. Einnig óskar bæjarráð eftir því að Vegagerðin staðfesti færslu á skíðalyftu og skíðaskála í Skarðsdal. Bæjarráð áréttar einnig kröfur sínar um útvarpssendingu í jarðgöngum í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda á vegamálastjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14.05.2019

Lagt fram svarbréf Magnúsar V. Jóhannssonar fh. Vegagerðarinna, dags. 30. 04.2019 við erindis bæjarráðs dags. 02.04.2019 vegna brunavarna í jarðgöngum og færslu á skíðalyftu í Skarðsdal.

Bæjarráð smþykkir að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að svarbréfi til Vegagerðarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra f.h. bæjarráðs, dags. 21.05.2019 til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra vegagerðarinnar. Í bréfinu óskar bæjarráð eftir því við vegagerðina að áhættumat og brunavarnarúttekt verði gerð í jarðgöngum í Fjallabyggð og í framhaldi af úttekt gerður þjónustusamningur við Fjallabyggð um brunavarnir í jarðgöngum. Auk þess er áréttað mikilvægi útvarpssendinga fyrir öryggi vegfaranda í jarðgöngum.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið á vegamálastjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24.09.2019

Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra vegagerðarinnar þar sem óskað er svara við bréfi bæjarráðs til vegagerðarinnar, dags. 21.05.2019 vegna jarðganga í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að senda bréfið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 08.10.2019

Lagt fram svarbréf Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar dags, 05.07.2019 þar sem fram kemur að misfarist hafi að svara bréfi bæjarráðs frá 21.05.2019. Í svari forstjóra kemur m.a. fram að Vegagerðin beri ábyrgð á brunavörnum í samgöngumannvirkjum í eigu stofnunarinnar, m.a. á því að brunavarnir séu virkar og haft sé reglubundið eftirlit með þeim samkvæmt lögum.

Vegagerðin beri því ábyrgð á að mannvirki í eigu stofnunarinnar standist þær kröfur sem gerðar eru um brunavarnir, m.a. búnaði í mannvirkinu sjálfu og þjálfun starfsmanna Vegagerðarinnar. Í þágu umferðaröryggis hafi Vegagerðin, umfram lögbundna skyldu, styrkt hlutaðeigandi slökkvilið við kaup á búnaði þegar ný jarðgögn eru tekin í notkun. Samkomulag hafi verið gert um styrk til slökkviliðs Fjallabyggðar, vegna búnaðar sem slökkviliðið vantaði tilfinnanlega árið 2010 þegar Héðinsfjarðargöngin voru opnuð, með hliðsjón af viðbragðsáætlun. Sveitarfélagið beri hins vegar að tryggja að starfsemi slökkviliðs fullnægi kröfum laga um brunavarnir og reglugerða settra á grundvelli þeirra, þ.m.t. að slökkvilið hafi nægan tækjakost og mannafla. Ekki komi til greina að hálfu Vegagerðarinnar að gera sérstakan þjónustusamning við slökkvilið um að sinna lögbundnu hlutverki sínu.

Þá kemur einnig fram að áhættumat og viðbragðsáætlanir hafi verið gerðar fyrir Múlagöng árin 2015 og 2017 og Héðinsfjarðargöng á árunum 2008, 2011, 2013 og 2019. Í Strákagöngum hefur áhættugreining ekki verið gerð og viðbragðsáætlun ekki gefin út. Ekki er talin ástæða til sérstakrar heildarúttektar nú, en sífellt þurfi að fylgjast með og taka út einstök atriði.
Útvarpssendar eru eitt af þeim atriðum sem æskilegt væri að bæta en áætlun um að setja slíkan búnað upp í eldri göngum hefur ekki verið gerð en slíkur búnaður er nú settur upp í nýjum göngum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að svari til forstjóra Vegagerðarinnar og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28.04.2020

Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Vegagerðarinnar vegna öryggismála í jarðgöngum á Tröllaskaga, í framhaldi af bréfi forstjóra vegagerðarinnar dags. 5. júlí 2019 (sent 30. september 2019).

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið áfram á forstjóra Vegagerðarinnar.