Skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1905039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21.05.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 21.05.2019 þar sem fram kemur að HBA mun þurfa að hætta skóla- og frístundaakstri fyrir Fjallabyggð eftir 24. maí nk. vegna Gjaldþrotabeiðni Arionbanka sem tekin verður fyrr 23. maí. Í framhaldi hefur verið gerður samningur við Akureyri Excursion um að sinna skóla- og frístundaakstri til 31. maí 2019. Frístundaakstur vegna sumarmánaða er í verðkönnun.


Deildarstjóri óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út skóla- og frístundaakstur fyrir næsta skólaár.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra að bjóða út skóla- og frístundaakstur fyrir næsta skólaár og samþykkir fyrirliggjandi samning við Akureyri Excursions ehf.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 27.05.2019

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir fyrirkomulag skóla- og frístundaaksturs fram að næsta hausti í kjölfar gjaldþrots Hópferðabíla Akureyrar. Verið er að undirbúa útboð á skóla- og frístundaakstri til næstu þriggja ára.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lögð fram drög að samkomulagi Fjallabyggðar við Suðurleiðir ehf. um frístundaakstur sumarið 2019 ásamt akstursáætlun og vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að tvö tilboð hafi borist í frístundaakstur sumarið 2019, þ.e. frá Suðurleiðum ehf og Akureyri Excursions ehf.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Suðurleiðir ehf um frístundaakstur sumarið 2019 sem jafnframt var lægstbjóðandi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.