Heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu.

Málsnúmer 1905053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lagt fram erindi Bergsteins Jónssonar framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, dags. 22.05.2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum, ásamt markvissri og reglubundinni fræðslu til barna og fullorðinna. Samkvæmt nýrri tölfræði sem UNICEF á Íslandi fékk Rannsóknir og Greiningu til að vinna fyrir sig hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi (16,4%) orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og deildarstjóra félagsmáladeildar.