Útboð á skóla- og frístundaakstri 2019-2022

Málsnúmer 1905060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna skóla- og frístundaaksturs 2019-2022 ásamt akstursáætlun og skóladagatali 2019-2020.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að auglýsa opið útboð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 610. fundur - 25.06.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð í skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð 2019-2022 í ráðhúsi Fjallabyggðar þann 18.06.2019 kl.11.00.
Eftirfarandi tilboð bárust :
Ævar og Bóas ehf. kr. 25.000.-
Akureyri Excursion ehf. kr. 8.893.-
Hugheimur ehf. kr. 15.300.-
Suðurleiðir ehf. kr. 9.145.-

Deildarstjóri leggur til að gengið verið til samninga við lægstbjóðanda.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Akureyri Excursion ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 612. fundur - 09.07.2019

Á 610. fundi bæjarráðs þann 25. júní sl. samþykkti bæjarráð að ganga til samninga við Akureyri Excursions ehf vegna skóla- og frístundaaksturs 2019-2022.

Bæjarráð samþykkir að hafna tilboði Akureyri Excursions ehf í skóla- og frístundaakstur 2019-2022 þar sem í ljós hefur komið að félagið uppfyllir ekki fyllilega skilyrði útboðsgagna í skóla- og frístundaakstur 2019-2022.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga til samninga við næst lægstbjóðanda, Suðurleiðir ehf. að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna.