Málefni aldraðra - Sveiganlegri dagdvöl og dagþjálfun.

Málsnúmer 2109032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 709. fundur - 16.09.2021

Bæjarstjóri fór yfir vinnu undanfarinna vikna, viðræður sem hann átti við heilbrigðisráðherra og þá niðurstöðu ráðherra að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Fjallabyggð um möguleika á sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og aðra sem þarfnast endurhæfingar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til samninga við Sjúkratryggingar Íslands, drög að samningi skulu lögð fyrir bæjarráð. Einnig felur bæjarráð bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að kynna málið fyrir öldungaráði og bæjarstjórn.

Stjórn Hornbrekku - 29. fundur - 17.09.2021

Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Fjallabyggð um möguleika á sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og aðra sem þarfnast endurhæfingar.
Elías, bæjarstjóri og Hjörtur, deildarstjóri félagsmáladeildar gerðu grein fyrir málinu.
Vegna stærðar, staðsetningar, traustra og fölbreyttra innviða og lýðfræðilegrar samsetningar hentar Fjallabyggð vel til þess að verða frumkvöðull í þróun þjónustu við eldra fólk. Sú þjónusta þarf sannarlega að taka breytingum á komandi árum vegna fjölgunar aldraðra, breytinga á heilsufari hópsins og annarra ástæðna sem m.a. eru raktar í drögum að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða.
Hugmyndir Fjallabyggðar lúta að því að finna núverandi fjármunum nýja farvegi með það að markmiði að nýta þá betur og um leið gera þjónustuna markvissari svo hún gagnist eldra fólki betur og mæti ólíkum þörfum þeirra. Staða og heilsa fólks er misjöfn og því er nauðsynlegt að byggja upp sveigjanlegt kerfi sem sniðið er að þörfum notenda þess.
Fjallabyggð hefur lagt fram tillögur að fjölbreyttum verkefnum sem verða skoðaðar nánar en eitt af verkefnunum er að sveitarfélagið hafi möguleika á að bjóða upp á sveigjanlega dagdvöl og munu Sjúkratryggingar Íslands semja um það við sveitarfélagið.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 29.10.2021

Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Fjallabyggð um möguleika á sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og aðra sem þarfnast endurhæfingar.
Deildarstjóri gerði nefndinni grein fyrir framgangi verkefnisins.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 6. fundur - 24.11.2021

Undir þessum lið kynnti gestur fundarins, Halldór S. Guðmundsson, dósent við félagsráðgjafadeild HÍ, drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, „Virðing og reisn“, sem hann vann fyrir heilbrigðisráðuneytið í júní 2021. Jafnframt varð gerð grein fyrir verkefninu „sveigjanleg dagdvöl í Fjallabyggð“ sem segja má að falli vel að áherslum draganna varðandi nýsköpun og stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða.
Ákveðið var að halda sameiginlegan fund á komandi ári hjá félögum eldri borgara í Tjarnarborg til þess að kynna verkefnið.

Stjórn Hornbrekku - 31. fundur - 21.01.2022

Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar gerðu grein fyrir framgangi verkefnisins undanfarið og framundan. Upplýsti bæjarstjóri að Fjallabyggð hefði hlotið 5 milljónir í styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að setja af stað nýsköpunar- og þróunarverkefni öldrunarþjónustu í Fjallabyggð. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði við verkefnisstjórn og aðkeypta sérfræðivinnu á komandi misserum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 03.02.2022

Lögð fram til kynningar vinnuskjöl og drög að samstarfsyfirlýsingu Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) og Heilbrigðis- og velferðartækniklasa Norðurlands (Veltek) og drög að verksamningi vegna verkefnisstjórnar. Bæjarstjóri fór yfir framlögð skjöl og upplýsti um framgang verkefnisins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samstarfsyfirlýsingu og verksamningi.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 09.06.2022

Deildarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og helstu verkþáttum sem fram undan eru.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 219. fundur - 14.09.2022

Til fundarins mættu fulltrúar frá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, til að kynna merki og heiti þróunarverkefnis í öldrunarþjónustu í Fjallabyggð. Einnig er lagður fram til undirritunar samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Fjallabyggðar um þjónustu í dagdvöl fyrir aldraða.
Samþykkt
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Fjallabyggðar um þjónustu í dagdvöl fyrir aldraða lagður fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu og samþykktur með 7 atkvæðum.

Bæjarstjórn þakkar auglýsingastofunni Pipar/TBWA fyrir góða kynningu á verkefninu.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 140. fundur - 10.11.2022

Deildarstjóri og ráðgjafi félagsþjónustu gerðu grein fyrir framgangi verkefnisins.