Bæjarráð Fjallabyggðar

728. fundur 03. febrúar 2022 kl. 08:00 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: S. Guðrún Hauksdóttir formaður bæjarráðs

1.Málefni aldraðra - Sveiganleg dagdvöl og dagþjálfun.

Málsnúmer 2109032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar vinnuskjöl og drög að samstarfsyfirlýsingu Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) og Heilbrigðis- og velferðartækniklasa Norðurlands (Veltek) og drög að verksamningi vegna verkefnisstjórnar. Bæjarstjóri fór yfir framlögð skjöl og upplýsti um framgang verkefnisins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samstarfsyfirlýsingu og verksamningi.

2.Tjaldsvæðahús Ólafsfirði - útboð.

Málsnúmer 2104063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 26. janúar 2022 þar sem fram kemur að þann 24. janúar hafi tilboð verið opnuð í verkefnið „Aðstöðuhús við tjaldsvæðið í Ólafsfirði“.

Fjögur tilboð bárust í verkið en eitt þeirra reyndist ógilt.
Eftirfarandi tilboð koma því til álita,
Sölvi Sölvason bauð kr. 23.831.901 og L7 ehf. kr. 23.965.736.
Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðar upp á kr. 23.256.140.

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til að tilboði lægstbjóðanda, Sölva Sölvasonar, verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Sölva Sölvasonar í verkið „Aðstöðuhús við tjaldsvæðið í Ólafsfirði“ og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa

Málsnúmer 2201057Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 1. febrúar 2022 þar sem fram kemur að þann 31. janúar sl. hafa tilboð verið opnuð í verkefnið "Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa".

Þrjú tilboð bárust,
Stapafell verktakar ehf. buðu kr. 67.466.744,
Skálar verktakar ehf. kr. 63.998.244,
Trésmíði ehf. kr. 51.865.935.
Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðar upp á kr. 50.639.040

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til að tilboði lægstbjóðanda, Trésmíði ehf. verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Trésmíði ehf. í verkið "Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa" og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Suðurgata 4, breytingar á 2 hæð

Málsnúmer 2201046Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 26. janúar 2022 þar sem fram kemur að þann 25. janúar sl. hafi tilboð verið opnuð í verkefnið "Suðurgata 4, breytingar á 2.hæð".
Tvö tilboð bárust,
Byggingarfélagið Berg ehf. bauð kr. 51.125.354 og L7 ehf kr. 55.790.865.
Kostnaðaráætlun hönnuða var upp á kr. 53.432.088

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til að tilboði lægstbjóðanda Byggingarfélagsins Berg ehf. verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Byggingarfélagsins Berg ehf. í verkið "Suðurgata 4, breytingar á 2.hæð" og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar vinnuskjal hönnuða er varðar framkvæmdatíma verksins.
Lagt fram

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

7.Ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2201048Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla slökkviliðs Fjallabyggðar 2021.
Lagt fram
Bæjarráð þakkar framlagða ársskýrslu sem gefur, að mati ráðsins, góða mynd af starfsemi slökkviliðsins. Einnig þakkar bæjarráð, fyrir hönd íbúa Fjallabyggðar, slökkviliðinu gott og öflugt starf á síðasta ári.

8.Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 2112032Vakta málsnúmer

Lagðar fram innsendar hugmyndir er varða mögulega framtíðarnýtingu flugvallarsvæðisins á Siglufirði sem bárust í kjölfar auglýsingar 22. desember 2021.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að skipaður verði starfshópur tveggja kjörinna fulltrúa úr meiri- og minnihluta, sem ásamt bæjarstjóra yfirfari innsendar hugmyndir og leggi tillögu um næstu skref fyrir bæjarráð eigi síðar en í lok febrúar.

9.Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 1801083Vakta málsnúmer

Á nýlegum samráðsfundi sveitastjórnar Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar var ákveðið að hvort sveitarfélag um sig myndi skipa 2 fulltrúa í samráðshóp til að skoða möguleg rekstrarform á því samstarfi sem um ræðir.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að skipa formann bæjarráðs og bæjarstjóra í samráðshópinn.

10.Breyting á reglugerð nr. 1212-2015 vegna reikningsskil sveitarfélaga

Málsnúmer 2110045Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigurðar Snævarr f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. janúar 2022 er varðar breytingu á reglugerð nr. 1212/2015.
Um er að ræða frestun á gildistöku reglugerðar nr.230/2021 um eitt ár.
Lagt fram

11.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 25. janúar 2022 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál. og erindi Efnahags og viðskiptanefndar Alþingis dags. 26. janúar 2022 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
Lagt fram

12.Samráðshópur um framkvæmd sorphirðu í Eyjafirði - Fundargerðir 2022

Málsnúmer 2201051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar samráðshóps um sorphirðu í Eyjafirði.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:00.