Öldungaráð Fjallabyggðar

6. fundur 24. nóvember 2021 kl. 12:00 - 14:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson aðalmaður
  • Björn Þór Ólafsson aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • Elín Arnardóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Rögnvaldur Þórðarson varamaður
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson embættismaður
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Reglur um félagslegar leiguíbúðir Fjallabyggðar -fyrirspurn

Málsnúmer 2105025Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun öldungaráðs frá síðasta fundi ráðsins, fór deildarstjóri félagsmáladeildar yfir þá vinnu sem unnin hefur verið hvað varðar reglur um félagslegar leiguíbúðir í Fjallabyggð og þær athugasemdir sem fram komu. Reglurnar eru til endurskoðunar í félagsmálanefnd með tilliti til þeirra athugasemda sem lagðar hafa verið fram og verða lagðar fram til kynningar í öldungaráði að lokinni yfirferð.

2.Málefni aldraðra - Sveiganleg dagdvöl og dagþjálfun.

Málsnúmer 2109032Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kynnti gestur fundarins, Halldór S. Guðmundsson, dósent við félagsráðgjafadeild HÍ, drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, „Virðing og reisn“, sem hann vann fyrir heilbrigðisráðuneytið í júní 2021. Jafnframt varð gerð grein fyrir verkefninu „sveigjanleg dagdvöl í Fjallabyggð“ sem segja má að falli vel að áherslum draganna varðandi nýsköpun og stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða.
Ákveðið var að halda sameiginlegan fund á komandi ári hjá félögum eldri borgara í Tjarnarborg til þess að kynna verkefnið.

3.Fjárhagsáætlun 2022 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2109055Vakta málsnúmer

Deildarstjóri kynnti helstu áherslur sem snúa að þjónustu við eldri borgara í Fjallabyggð í tillögu að fjárhagsáætlun 2022.

Fundi slitið - kl. 14:30.