Bæjarstjórn Fjallabyggðar

219. fundur 14. september 2022 kl. 16:30 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varabæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 757. fundur - 6. september 2022.

Málsnúmer 2209003FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 7 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 3 og 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Samþykkt
  • 1.2 2209001 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 757. fundur - 6. september 2022. Bókun fundar Enginn tók til máls.
    Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 1.3 2208029 Frágangur á svæði vestan Óskarsbryggju
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 757. fundur - 6. september 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 17/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 4.128.460,- vegna aukins kostnaðar við frágang á svæði vestan Óskarsbryggju, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Enginn tók til máls.
    Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 1.4 2208066 Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 757. fundur - 6. september 2022. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við undirbúning og gerð samnings og leggja aftur fyrir bæjarráð. Bókun fundar Enginn tók til máls.
    Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 113

Málsnúmer 2208005FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í fjórum liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

3.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 130. fundur - 6. september 2022.

Málsnúmer 2209001FVakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarstjórnar er í tólf liðum. Til afgreiðslu eru liðir 1 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Samþykkt
Helgi Jóhannsson tekur til máls í tengslum við 10. lið.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls.
Sigríður Ingvarsdóttir tók til máls.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 130. fundur - 6. september 2022. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að taka tilboði Framtaks og felur yfirhafnarverði að ganga frá kaupunum og undirbúa uppsetningu í samráði við deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 130. fundur - 6. september 2022. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leita að taka tilboði Árna Helgasonar ehf. Bókun fundar Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022.

Málsnúmer 2209004FVakta málsnúmer

Fundargerð 288. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1,2,6,7,8 og 9.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 4.1 2104091 Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar - Ólafsfjörður
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Ólafsfjarðar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 4.2 2010039 Skógarstígur 10
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022. Nefndin samþykkir stækkun byggingarreits um 8 metra til suðurs en hafnar tillögu um breytta mænisstefnu og vísar til núgildandi deiliskipulags. Lóðarhafi þarf sjálfur að kosta til breytinga á deiliskipulagi vegna stækkunnar á byggingarreit. Bókun fundar Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 4.6 2208042 Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - Suðurgata 49
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 4.7 2209004 Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - Hólavegur 6 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 4.8 2209005 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 25 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 4.9 2106004 Afturköllun lóðarúthlutunar - Eyrarflöt 30-38
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022. Samþykkt. Bókun fundar Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 8. september 2022.

Málsnúmer 2209005FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í þremur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

6.Stýrihópur Heilsueflandi Fjallabyggð

Málsnúmer 2112024Vakta málsnúmer

Á 216. fundi bæjarstjórnar var tilnefningum í stýrihóp um heilsueflandi samfélag frestað og óskað eftir að nýjar tilnefningar yrðu lagðar fyrir bæjarstjórn þegar þær lægu fyrir.

Tilnefningar í stýrihópinn liggja fyrir og eru eftirfarandi:

Leik- og grunnskóli
Aðalmaður: María Bjarney Leifsdóttir
Varamaður: Björk Óladóttir

Heilsugæsla
Aðalmaður: Guðrún Helga Kjartansdóttir.
Varamaður: Dagný Sif Stefánsdóttir

Félög eldri borgara
Aðalmaður: Ingvar Guðmundsson
Varamaður: Björn Kjartansson

Íþróttahreyfingin (ÚÍF)
Aðalmaður: Arnheiður Jónsdóttir
Varamaður: Anna Þórisdóttir

Fjallabyggð
Ríkey Sigurbjörnsdóttir
Samþykkt
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2208066Vakta málsnúmer

Lagður fram uppfærður samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni auk tveggja viðauka sem leggja þarf fyrir sveitarstjórnir allra aðildarsveitarfélaga. Einnig lagt fram til kynningar erindisbréf valnefndar umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.
Samþykkt
Sigríður Ingvarsdóttir tók til máls.
Helgi Jóhannsson tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn og viðaukana með 7 atkvæðum.

8.Erindi um samgöngumál á Norðurlandi.

Málsnúmer 2209029Vakta málsnúmer

Til fundarins mætti Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Jón Þorvaldur hélt erindi um "Annað Norðurland, hvernig má breyta Norðurlandi með vegagerð."
Í erindinu fór Jón Þorvaldur yfir það hvernig komast megi hjá fjallvegum, stækka atvinnusvæði og þjónustusvæði, gefa atvinnulífi ný tækifæri, auka velsæld og gera Norðurland að betri búsetukosti. Farið var yfir alla þá vegagerð sem um ræðir og möguleika á að fjármagna hana.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Jóni Þorvaldi fyrir áhugavert og fróðlegt erindi.

9.Samningur um sértæk verkefni sóknaráætlunar

Málsnúmer 2206099Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram samning milli sveitarfélagsins og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) um sértækt verkefni sóknaráætlunarsvæða byggðan á viðaukasamningi við Byggðastofnun frá 31. maí 2022. Heiti verkefnisins er "Nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu í Fjallabyggð" og markmið þess er að efla þjónustuna við eldra fólk og traust notenda til stuðnings heimaþjónustu og dagþjálfunar, þannig að ná megi fram að eldra fólk geti búið heima sem lengst við góðar aðstæður.
Samþykkt
Samningurinn lagður fram til afgreiðslu og samþykktur með 7 atkvæðum.

10.Málefni aldraðra - Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun.

Málsnúmer 2109032Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu fulltrúar frá auglýsingastofunni Pipar/TBWA, til að kynna merki og heiti þróunarverkefnis í öldrunarþjónustu í Fjallabyggð. Einnig er lagður fram til undirritunar samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Fjallabyggðar um þjónustu í dagdvöl fyrir aldraða.
Samþykkt
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Fjallabyggðar um þjónustu í dagdvöl fyrir aldraða lagður fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu og samþykktur með 7 atkvæðum.

Bæjarstjórn þakkar auglýsingastofunni Pipar/TBWA fyrir góða kynningu á verkefninu.

Fundi slitið - kl. 18:30.