Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

138. fundur 09. júní 2022 kl. 16:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Friðþjófur Jónsson aðalmaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Helga Helgadóttir ráðgjafi félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Drengskaparheit um þagnarskyldu 2022-2026

Málsnúmer 2206011Vakta málsnúmer

Nefndarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2.Erindisbréf nefnda 2022-2026

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Nefndin felur deildarstjóra að koma á framfæri við bæjarráð tillögum að orðalagsbreytingum á erindisbréfinu.

3.Kynning á starfsstöðvum og verkefnum félagsmáladeildar 2022

Málsnúmer 2206013Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir starfsemi og helstu verkefni félagsmáladeildar Fjallabyggðar.

4.Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2022-2025

Málsnúmer 2204028Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjaðri jafnréttisáætlun og jafnréttisstefnu Fjallabyggðar. Umtalsverð breyting er á framsetningu áætlunarinnar m.v. fyrri áætlanir, sem skýrist fyrst og fremst af lagabreytingu jafnréttislöggjafarinnar sem samþykkt var á Alþingi 2020. Gert er ráð fyrir að uppfærð drög að Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar verði lögð fram fyrir fund félagsmálanefndar í septembermánuði.

5.Breytt skipulag barnaverndar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Deildarstjóri kynnti helstu breytingar í kjölfar lagabreytingar á barnaverndarlögum.

6.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Deildarstjóri kynnti helstu áherslur varðandi innleiðingarferli laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

7.Málefni aldraðra - Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun

Málsnúmer 2109032Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og helstu verkþáttum sem fram undan eru.

8.Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 1801083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samráð og samstarf um félagslega þjónustu, sem bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti fyrir sitt leyti á fundi sínum þann 25. maí og sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. júní síðastliðinn.

9.Stafræn fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2106044Vakta málsnúmer

Gert er ráð fyrir að innleiðingarferli á stafrænni lausn við umsóknarferli fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga verði lokið í júlímánuði. Lausnin felst í miðlægum hugbúnaði fyrir öll sveitarfélög sem tengist island.is.

10.Fundaráætlun félagsmálanefndar 2022

Málsnúmer 2206014Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að jafnaði verði nefndarfundir haldnir á fimmtudögum í fyrstu viku hvers mánaðar.

Fundi slitið - kl. 18:30.