Stjórn Hornbrekku

29. fundur 17. september 2021 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, I lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Málefni aldraðra - Sveiganleg dagdvöl og dagþjálfun.

Málsnúmer 2109032Vakta málsnúmer

Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Fjallabyggð um möguleika á sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og aðra sem þarfnast endurhæfingar.
Elías, bæjarstjóri og Hjörtur, deildarstjóri félagsmáladeildar gerðu grein fyrir málinu.
Vegna stærðar, staðsetningar, traustra og fölbreyttra innviða og lýðfræðilegrar samsetningar hentar Fjallabyggð vel til þess að verða frumkvöðull í þróun þjónustu við eldra fólk. Sú þjónusta þarf sannarlega að taka breytingum á komandi árum vegna fjölgunar aldraðra, breytinga á heilsufari hópsins og annarra ástæðna sem m.a. eru raktar í drögum að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða.
Hugmyndir Fjallabyggðar lúta að því að finna núverandi fjármunum nýja farvegi með það að markmiði að nýta þá betur og um leið gera þjónustuna markvissari svo hún gagnist eldra fólki betur og mæti ólíkum þörfum þeirra. Staða og heilsa fólks er misjöfn og því er nauðsynlegt að byggja upp sveigjanlegt kerfi sem sniðið er að þörfum notenda þess.
Fjallabyggð hefur lagt fram tillögur að fjölbreyttum verkefnum sem verða skoðaðar nánar en eitt af verkefnunum er að sveitarfélagið hafi möguleika á að bjóða upp á sveigjanlega dagdvöl og munu Sjúkratryggingar Íslands semja um það við sveitarfélagið.

2.Aukið fjármagn til hjúkrunarheimila í fjáraukalögum

Málsnúmer 2106051Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerði grein fyrir aukningu á fjárframlögum til hjúkrunarheimila í fjáraukalögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi.
Í frumvarpinu sem lagt var fram var gert ráð fyrir 1.000 m.kr. aukaframlagi til hækkunar daggjalda til hjúkrunarheimila, með þeim skilyrðum að rekstraraðilar hjúkrunarheimila samþykki tveggja mánaða framlenginu þjónustusamninga.

3.Framlenging á samningum um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila samhliða tímabundinni hækkun einingarverðs

Málsnúmer 2109038Vakta málsnúmer

Rekstraraðilum hjúkrunarheimila er boðið samhljóða samkomulag um framlengingu á samningum um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila samhliða tímabundinni hækkun einingarverðs, eða til og með 28. febrúar 2022.

4.Starfsemi Hornbrekku 2021

Málsnúmer 2101018Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri fór yfir starfsemi Hornbrekku. Heimsóknarreglur hafa verið rýmkaðar og grímuskylda starfsmanna afnumin. Fjórir ættingjar geta komið á dag. Hjúkrunarforstjóri tilkynnti um ráðningu iðjuþjálfa í hlutastarf. Ráðningin er innan stöðugildaheimilda Hornbrekku. Fyrirhugað er að festa kaup á einu rúmi og sóttvarnardælu til að sótthreinsa snertifleti á heimilinu.

5.Greining á lyfjakostnaði öldrunarheimila eftir lyfjaflokkum

Málsnúmer 2109040Vakta málsnúmer

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir greiningu á lyfjakostnaði öldrunarheimila eftir lyfjaflokkum fyrir árin 2019 og 2020. Hjúkrunarforstjóri gerði stjórn grein fyrir erindinu.

Fundi slitið - kl. 13:00.