Áframhaldandi viðbrögð - Aðgerðir til viðspyrnu vegna Covid19.

Málsnúmer 2003070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020

Með vísan til bókunar meirihluta við lið 1, varðandi viljaleysi H-listans til samstarfs, þá leggur meirihluti bæjarráðs fram eftirfarandi tillögu:

Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að móta tillögur að frekari aðgerðaáætlun sveitarfélagsins. Við mótun tillagna skal horft til fjárhags sveitarfélagsins, fjárhagsáætlunar, framkvæmdaáætlunar og hugmynda og ábendinga Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 20. mars sl. Tillögur að aðgerðum verði lagðar fyrir í bæjarráði eða bæjarstjórn eftir því sem fram vindur.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum, Helgu Helgadóttur og Nönnu Árnadóttur. Jón Valgeir Baldursson H-lista situr hjá.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 184. fundur - 15.04.2020

Til máls tók Elías Pétursson bæjarstjóri, Jón Valgeir Baldursson, Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

Lagt fram minnisblað frá starfshópi sem er skipaður af bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs vegna áframhaldandi viðbragða Fjallabyggðar vegna Covid-19. Bæjarstjóri fór yfir efni og tillögur.

Starfshópurinn gerir í minnisblaðinu tillögur að aðgerðum til viðbótar því sem nú þegar hefur verið gert, tillögurnar eru vegna ferðaþjónustu, framkvæmda 2020 og reksturs bæjarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum áframhaldandi vinnu í samræmi við framlagt minnisblað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 05.05.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 30.04.2020 er varðar áhrif Covid-19 á fjármáladeild ásamt greiningu Motus á stöðu innheimtu í Fjallabyggð, dags. 29.04.2020 frá janúar 2019 til mars 2020.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 29.04.2020 er varðar stöðuskýrslu félagsmáladeildar vegna Covid-19.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda, og menningarmála, dags. 29.04.2020 er varðar áhrif Covid-19 á stöðu fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð þakkar greinagóða yfirferð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14.05.2020

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra f.h. starfshóps um viðbrögð vegna Covid-19, dags. 09.05.2020 ásamt fylgiskjölum, þar sem lagðar eru fram tillögur starfshóps um aðgerðaráætlun bæjarfélagsins vegna Covid-19 um endurskoðun framkvæmdaráætlunar ársins ásamt viðhaldsverkefnum í eignarsjóði. Í framlögðu skjali er lagt til að eftirtöldum verkefnum á samþykktri framkvæmdaáætlun verði frestað þar til efnahagslegar afleiðingar Covid-19 verða betur ljósar.
Verkefnin eru: Gervigrasvöllur Ólafsfirði (75 mkr.), lóð Tjarnarborg (20 mkr.), geislatæki á vatnsból Múlalindar (10 mkr.), Bakkabyggð - gatnagerð, lokið við frágang vinnusvæðis og framkvæmdum svo hætt (10 mkr.), Aðalgata - Vetrarbraut, holræsi (30 mkr).

Lagt er til að aukið verði við framboð á smærri viðhalds- og úrbótaverkefnum eftir því sem aðstæður leyfa og samfélagsleg þörf er fyrir.

Lagt er til að 20 mkr. til viðbótar þeim 10 mkr. sem áður hafði verið ráðstafað verði varið í ýmis umhverfisverkefni. Lögð verði áhersla á tiltekt og snyrtingar svæða ásamt lagfæringum á tjaldsvæðum bæjarfélagsins. Hvað varðar tjaldsvæði þá er lagt til að upp verði komið ásættanlegri aðstöðu til þvotta o.þ.h. á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði. Tæknideild verði falið að setja fram áætlun byggða á ofantöldu og framlögðu skjali.

Að frátöldum verkefnum hér að ofan þá eru fjölmörg verkefni sem komin eru í gang eða eru á áætlun en þar má stærst telja.
Fyrsta áfanga viðbyggingar við Íþróttamiðstöð Siglufjarðar (125 mkr.), lagnir og útrás í Hvanneyrarkrók (81,5 mkr.), endurnýjun á lóð Leikhóla (39 mkr.), endurnýjun veitna í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi (30 mkr.), útrás holræsakerfis við smábátahöfnina á Ólafsfirði (25 mkr.) og stígagerð t.d. við Ólafsfjarðarvatn (15 mkr.).
Ofantalin verkefni og önnur sem tilgreind eru, eru fjölbreytt með aðkomu flestra stétta sem að verklegum framkvæmdum koma.
Vegna óvissu um þróun efnahagsmála sem og atvinnuástands þá setur stýrihópur þann fyrirvara að mögulega verði einhver verkefni geymd eða klárist ekki á árinu enda verða verkefnin sett út á markað með hliðsjón af mikilvægi og samfélagslegum áhrifum.
Í framlögðu skjali kemur fram það mat starfshópsins að með þessum tillögum sé vel gætt fjárhagsstöðu bæjarsjóðs en um leið sé þess gætt að nægt verkefnaframboð sé fyrir hendi til handa verktökum og iðnaðarmönnum á svæðinu. Starfshópurinn leggur á það ríka áherslu á að vel verði hugað að tímasetningu verkefna og samfélagslegum áhrifum þeirra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 04.06.2020

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22.05.2020, er varðar uppfært yfirlit Vinnumálastofnunar yfir fjölda einstaklinga á skrá er nýta heimild er varðar minnkað starfshlutfall og þeirra sem nýta almenna bótakerfið.

Í Fjallabyggð var atvinnuleysi í apríl 15%, 8,8% eða 175 einstaklingar voru á hlutabótaleið og 6,8% eða 71 einstaklingur á almennum atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi minnkar heldur í maí samkvæmt spá, fer úr 15% í 13%.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 659. fundur - 07.07.2020

Lagt fram til kynningar minnisblað Embættis Landlæknis, sóttvarnarlæknis, dags. 01.07.2020 vegna uppskiptingu í sóttvarnarhólf sem einni leið til að takmarka útbreiðslu á Covid-19 á Íslandi.