Bæjarstjórn Fjallabyggðar

184. fundur 15. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Meirihluti óskaði eftir fundarhléi kl.17:12 og byrjaði fundurinn aftur kl.17:21.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020

Málsnúmer 2003005FVakta málsnúmer

  • 1.1 2003027 Snjómokstur 2020
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 16.03.2020 þar sem fram kemur að kostnaður vegna snjómoksturs í janúar og febrúar 2020 er orðin samtals kr. 27.232.249 og er þá ekki talin með kostnaður vegna helmingamoksturs með Vegagerðinni. Áætlaður kostnaður fyrir árið 2020 samkvæmt fjárhagsáætlun er kr. 24.000.000. Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir viðauka, kr. 20.000.000.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 7/2020 að upphæð kr. 20.000.000 við málaflokk 10610, deild 4948, snjómokstur og hálkueyðing. Viðauka verður mætt með lækkun á handbæru fé.

    Þess má geta að árið 2019 var þessi sami liður kr. 28.071.915.- fyrir allt árið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til febrúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 1.3 1902053 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Á 642. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að vísa erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 18.02.2020 er varðaði mál nr. 32/2020 reglugerð um héraðsskjalasöfn sem var í umsagnarferli í samráðsgátt til og með 13.03.2020 til deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og forstöðukonu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.

    Lögð fram til kynningar umsögn forstöðukonu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, dags. 11.03.2020. Umsögnin hefur þegar verið send í samráðsgátt stjórnvalda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Á 643. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála vegna erindis Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2020 þar sem óskað var eftir samstarfi við sveitarfélög um samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum.
    Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að fram undan sé hugmyndavinna í samstarfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vinnan felst í að skoða núverandi líkön og forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til grunnskóla og hvernig best er að innleiða mögulegar og þarfar breytingar í samræmi við ábendingar í úttektarskýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfa. Stefnt er að því að verkefnið hefjist í mars 2020 og í árslok liggi fyrir leiðbeinandi viðmið fyrir sveitarfélög um hvernig best verði staðið að skilgreiningum á forsendum úthlutunar og ráðstöfunarfjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskóla fyrir alla.

    Bæjarstjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hafa skoðað málið og sjá ekki ástæðu til að Fjallabyggð sæki um þátttöku í verkefninu. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mun fylgjast með umræðunni og sækja kynningu á niðurstöðum þegar þær liggja fyrir.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að fylgja málinu eftir og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Lögð fram til kynningar Viðbragðsáætlun Fjallabyggðar vegna heimsfaraldurs, útgáfa 1 dags. 11.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 11.03.2020 þar sem óskað er eftir afnotum af neðra fótboltasvæði á Siglufirði undir starf fyrir börn- og unglinga, sama svæði og GKS hafði afnot af sumarið 2019, ásamt slætti á svæðinu tvisvar sinnum yfir sumarið eða styrk fyrir kostnaði við slátt á svæðinu.

    Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 12.03.2020 þar sem mælt er með að GKS fái afnot af svæðinu ásamt styrk eða aðstoð við slátt tvisvar að sumri.

    Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af neðra fótboltasvæði við Hól á Siglufirði undir barna- og unglingastarf ásamt styrk kr. 150.000 til þess að slá svæðið. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að gera drög að samningi við GKS um svæðið og leggja fyrir bæjarráð.

    Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020 á málaflokk 06610, lykil 4341.
    Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24. mars 2020

Málsnúmer 2003006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24. mars 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 19.03.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á lóð Leikhóla Ólafsfirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið:
    Árni Helgason ehf, Smári ehf, Bás ehf, Sölvi Sölvason, Magnús Þorgeirsson og Fjallatak ehf..

    Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á lóð Leikhóla Ólafsfirði þar sem áðurtöldum aðilum er gefin kostur á að bjóða í verkið.

    Bæjarráð samþykkir að vísa teikningum til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 645. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24. mars 2020 Bæjarstjóri og deildarstjórar fræðslu,- frístunda og menningarmála, félagsmála, stjórnsýslu- og fjármála og tæknideildar sátu undir þessum lið og fóru yfir stöðu mála vegna COVID-19 á sínum deildum.

    Bæjarráð þakkar deildarstjórum yfirferðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 645. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24. mars 2020 Lagt fram erindi Hjálmars Jóhannessonar eins eigenda húseignar að Suðurgötu 70 Siglufirði, dags. 19.03.2020, þar sem þess er óskað að sveitarfélagið geri viðeigandi ráðstafanir til þess að vinda ofan af mikilli snjósöfnun við húseignina vegna þeirra framkvæmda sem farið var í við grisjun trjáa norðan við húseignina sumarið 2018.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 645. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 19.03.2020, þar sem athygli er vakin á að drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið sett á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Bókun fundar Afgreiðsla 645. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24. mars 2020 Lagt fram erindi Consello tryggingaráðgjafar, dags. 18.03.2020 ásamt trúnaðaryfirlýsingu og umboði vegna fyrirhugaðs útboðs á vátryggingum Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að hefja undirbúning að útboði á vátryggingum sveitarfélagsins sem renna út um áramót.
    Bókun fundar Afgreiðsla 645. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur fh. Alþingis, dags. 19.03.2020 þar sem fram kemur að drög að frumvarpi til kosningalaga eru nú aðgengileg á samráðsvef Alþingis. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Markmið frumvarpsins er að styrkja lýðræði með því að viðhalda trausti á framkvæmd kosninga og tryggja að beinar, frjálsar og leynilegar kosningar séu haldnar reglulega. Meginefni frumvarpsins lúta að breyttri stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks. Tekið er á móti umsögnum og ábendingum á netfangið kosningalog@althingi.is til 8. apríl nk. Bókun fundar Afgreiðsla 645. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24. mars 2020 Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ), dags. 16.03.2020 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð félagsins. Sveitarfélög geta sótt um styrk úr sjóðnum vegna sérstakra framfaraverkefna innan sveitarfélagsins, samkvæmt úthlutunarreglum. Umsóknarfrestur er til aprílloka.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra sveitarfélagsins varðandi hugsanleg verkefni sem hægt er að sækja um styrk til að framkvæma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 645. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020

Málsnúmer 2003008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun:
    Meirihluti bæjarráðs harmar að ekki sé fyrir hendi vilji hjá minnihluta að standa saman að þeim aðgerðum sem nú er gripið til vegna COVID-19. Formaður bæjarráðs hafði samband við H-listann á laugardag og bauð forsvarsmönnum listans fulla aðkomu að þeirri tillögugerð sem er hér á dagskrá, ásamt og aðkomu að framhaldi þeirrar vinnu sem fram fer á komandi vikum og mánuðum. Þessu boði meirihluta hafnaði H-listinn í gær eftir að hafa fundað um málið.

    Í ljósi ofangreinds þá leggur meirihluti bæjarráðs fram eftirfarandi tillögu er varðar frestun eindaga fasteignagjalda hjá fyrirtækjum í tímabundnum rekstrarvanda:

    Gjaldendum verði heimilt að óska eftir því að eindagar fasteignagjalda sem áttu að vera 1. apríl, 1. maí, og 1. júní 2020 frestist um allt að 6 mánuði vegna Covid-19 og mögulegra áhrifa þeirrar farsóttar, enda verði óskað eftir því með tölvupósti á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is.
    Óskir um frestun eindaga skulu rökstuddar af umsækjanda og ákvörðun tekin á grundvelli þess rökstuðnings.
    Að bæjarráð Fjallabyggðar veiti bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála heimild til fullnaðarafgreiðslu umsókna er tengjast beiðni um frestun eindaga fasteignagjalda. Hafni starfsmenn umsókn er gjaldanda heimilt að skjóta ákvörðuninni til bæjarráðs.

    Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir ofangreinda tillögu með tveimur atkvæðum, Helgu Helgadóttir D-lista og Nönnu Árnadóttur I-lista, varðandi frestun eindaga fasteignagjalda í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Jón Valgeir Baldursson H-lista situr hjá.


    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Helga Helgadóttir.

    H-listi leggur fram eftirfarandi bókun :
    H-listinn hafði frumkvæði að því að óska eftir samstarfi við meirihlutann í Fjallabyggð um þau erfiðu mál sem nú liggja fyrir í kjölfarið á Covid-19 með tillögu skv 11. lið þessarar fundagerðar. Þvi miður virðist sem einhver mistúlkun hafi átt sér stað miðað við þá bókun meirihlutans að þau harmi að ekki sé vilji hjá minnihlutanum að standa saman að aðgerðum. H-listinn er enn á þeirri skoðun að það hefði verið heillavænlegra fyrir Fjallabyggð að allir flokkar standi saman á þessum tímum.
    Víða um land snúa meiri- og minnihluti bökum saman í sveitarstjórnum og finna bestu lausnirnar fyrir samborgara sína og ítrekar H-listinn vilja sinn til samstarfs.

    Meirihluti bæjarstjórnar vísar í fyrri bókun sína við lið 1 og einnig til áður útgefinnar yfirlýsingar sem birtist á vefmiðlum þar sem sjá má nánari útskýringar.

    Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum meirihlutans, Jón Valgeir Baldursson og Helgi Jóhannsson H-lista sitja hjá.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Með vísan til bókunar meirihluta bæjarráðs við lið 1, varðandi viljaleysi H-listans til samstarfs, þá leggur meirihluti bæjarráðs fram eftirfarandi tillögu vegna innheimtu þjónustugjalda og annarra ráðstafana vegna skerðingar á starfsemi stofnana Fjallabyggðar vegna COVID-19.

    Leikskólagjöld:
    Ef foreldrar taka börn sín heim, í samráði við leikskólastjóra vegna COVID-19 til að létta undir með skólanum, er vistunargjald fyrir hvern heilan dag fellt niður svo og matargjald. Sama gildir ef leikskólinn lokar deild vegna manneklu eða af öðrum ástæðum. Semji foreldrar um skólavistun hluta úr degi til lengri tíma eru gjöld skert í hlutfalli við það. Hálftímagjald fellur niður þann tíma sem leikskólinn þarf að takmarka starfsemi við kl. 8.00 -16.00
    Ef börn eru tekin heim á miðjum degi eða skólastarf stytt þann daginn fæst ekki endurgreiðsla.
    Útgáfa reikninga: Búið er að gefa út reikninga fyrir apríl sem verða leiðréttir á næstu dögum vegna þjónustu sem ekki var nýtt í mars. Leiðrétting vegna apríl kemur fram í reikningagerð í maí.

    Skólamáltíðir:
    Skólaritari hefur sent upplýsingar fyrir apríl mánuð á gjaldkera, á aprílreikningi verða þeir dagar í mars, sem nemendur eru heima vegna Covid-19 felldir niður, þar af er öll unglingadeildin þar sem nemendur eru í fjarnámi. Foreldrar eru hvattir til að endurskoða skráningu fyrir apríl mánuð með t.t. skólasóknar barna sinna.
    Útgáfa reikninga: Við útgáfu maíreikninga verður frádráttur vegna daga í apríl sem nemendur eru heima v. Covid-19. Skólaritari heldur utan um skráningu.

    Lengd viðvera:
    Gjald fyrir þá daga í mars sem Lengd viðvera var lokuð, kemur til frádráttar á maíreikningi.
    Útgáfa reikninga: Reikningar verði ekki sendir út fyrir apríl.

    Sund og líkamsrækt:
    Tímabilskort í sund og líkamsrækt verði framlengd um þann tíma sem lokun varir.

    Þjónustugjöld félagsþjónustu:
    Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður, s.s. fæðisgjald í Iðju og dagdvöl aldraðra. Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður á heimilum fólks s.s. félagslega heimaþjónustu.
    Reikningar hafa hingað til verið gefnir út eftir á, þannig að ekki ætti að koma til sérstakra leiðréttinga.

    Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum Helgu Helgadóttur og Nönnu Árnadóttur og felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála fullnaðarafgreiðslu málsins. Jón Valgeir Baldursson H-lista situr hjá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Með vísan til bókunar meirihluta við lið 1, varðandi viljaleysi H-listans til samstarfs, þá leggur meirihluti bæjarráðs fram eftirfarandi tillögu:

    Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að móta tillögur að frekari aðgerðaáætlun sveitarfélagsins. Við mótun tillagna skal horft til fjárhags sveitarfélagsins, fjárhagsáætlunar, framkvæmdaáætlunar og hugmynda og ábendinga Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 20. mars sl. Tillögur að aðgerðum verði lagðar fyrir í bæjarráði eða bæjarstjórn eftir því sem fram vindur.

    Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum, Helgu Helgadóttur og Nönnu Árnadóttur. Jón Valgeir Baldursson H-lista situr hjá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Á 645. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar varðandi erindi Hjálmars Jóhannessonar, eins eigenda húseignar að Suðurgötu 70 Siglufirði, dags. 19.03.2020, þar sem þess var óskað að sveitarfélagið gerði viðeigandi ráðstafanir til þess að vinda ofan af mikilli snjósöfnun við húseignina vegna þeirra framkvæmda sem farið var í við grisjun trjáa norðan við húseignina sumarið 2018.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.03.2020 þar sem fram kemur að mikil ofankoma hefur verið í Fjallabyggð það sem af er þessum vetri og einnig má segja að mikil ofankoma hafi verið árið 2019 samanber kostnað við snjómokstur það ár en kostnaður árið 2019 var sá mesti frá því snjómokstur færðist frá áhaldahúsi til verktaka árið 2011.

    Varðandi lóðina sem er norðan við Suðurgötu 70 þá er rétt að sumarið 2018 var grisjað töluvert í skóginum sem þar er. Sú aðgerð var ekki gerð með samþykki eða í samráði við Fjallabyggð.
    Það er ekki óeðlilegt að snjósöfnun við húseignina hafi verið mikil, bæði árið 2019 og núna á þessu ári þar sem mjög mikil ofankoma hefur verið.
    Hvort grisjun skógar norðan við húsið sé um að kenna er ekki hægt að fullyrða en þó svo væri er ólíklegt að það skapaði Fjallabyggð skaðabótaskyldu gagnvart nágrönnum. Hugsanleg aðgerð til þess að minnka snjósöfnun við Suðurgötu 70 gæti verið að eigendur setji girðingu á lóðarmörkum norðan við húsið.

    Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lögð fram drög að samkomulagi á milli Fjallabyggðar og Golfklúbbs Siglufjarðar um afnot af æfingarsvæði (æfingarvelli) á knattspyrnusvæðinu að Hóli Siglufirði undir barna- og unglingastarf sumarið 2020.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Á 641. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis félags Flakkara, Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal ehf., dags. 19.02.2020 þar sem óskað var eftir því við sveitarfélög að þau tækju jákvætt í tillögu félaganna að breytingu á 22. gr. náttúruverndarlaga.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.03.2020 þar sem deildarstjóri leggur til við bæjarráð að erindinu verði hafnað með vísan til Lögreglusamþykktar í Fjallabyggð.
    Einnig leggur undirritaður til að gerð verði svohljóðandi breyting á 9. gr. Lögreglusamþykktar Fjallabyggðar, í stað svohljóðandi gr. "Bæjarstjórn getur sett umgengnisreglur um skemmtigarða, leikvelli, lystigarða, tjarnir, kirkjugarða og önnur opinber svæði, enda séu reglurnar festar upp við innganginn eða á öðrum áberandi stað. Hvorki má troða niður ræktaða bletti, grasreiti, blómabeð og limgerði á almannafæri né slíta þar upp blóm eða annan gróður. Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða."
    Verði 9. gr. svohljóðandi: "Bæjarstjórn getur sett umgengnisreglur um skemmtigarða, leikvelli, lystigarða, tjarnir, kirkjugarða og önnur opinber svæði, enda séu reglurnar festar upp við innganginn eða á öðrum áberandi stað. Hvorki má troða niður ræktaða bletti, grasreiti, blómabeð og limgerði á almannafæri né slíta þar upp blóm eða annan gróður. Eigi má gista í tjaldvögnum, tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum, sendibifreiðum með svefnaðstöðu og öðrum sambærilegum búnaði á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða. Það á einnig við um gistingu á almannafæri innan marka sveitarfélagsins. Óheimilt er að hafa gistingu í tjaldvögnum, tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum, sendibifreiðum með svefnaðstöðu og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldsvæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda eða rétthafa lands komi þar til, sbr. lög um náttúruvernd nr. 60/2013 með síðari breytingum."

    Bæjarráð samþykkir að hafna erindi félags Flakkara, Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal með vísan í Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á 9. gr á Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 3.7 2003001 BMX BRÓS sýning
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Á 643. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála vegna erindis BMX-BRÓS, dags. 01.03.2020 þar sem boðið var upp á orkumikla BMX sýningu sumarið 2020 með tilliti til kostnaðar og hugsanlegrar þátttöku.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 26.03.2020 þar sem fram kemur að Fjallabyggð heldur Trilludaga og skipuleggur barnadagskrá sem reynt hefur verið að hafa sem næst hátíðarsvæðinu til að dreifa ekki gestum. Sýningin BMX BRÓS þarfnast steypts svæðis sem er á stærð við körfuboltavöll. Það er mat undirritaðrar og markaðs- og menningarfulltrúa að þessi sýning passi ekki fyrir Trilludaga og rúmist auk þess ekki innan þeirra fjármuna sem ætluð er í barnadagskrá.

    Bæjarráð þakkar BMX-BRÓS gott boð en afþakkar boð um sýningu að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, dags. 26.03.2020 þar sem óskað er eftir því að lífeyrisskuldbindingar Samþætting skóla/félþj utanv. Eyjarf. Kt. 690999-3079 verði færðar yfir á Fjallabyggð vegna niðurlagningar fyrrgreinds félags.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lögð fram drög að brunavarnaráætlun Fjallabyggðar fyrir árin 2020-2025 ásamt framkvæmdaráætlun.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir janúar og febrúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lögð fram tillaga Jóns Valgeirs Baldurssonar f.h. H-listans:
    "H-listinn leggur til að farið verði í að endurskoða framkvæmdaáætlun Fjallabyggðar með það í huga að forgangsraða framkvæmdafé í mörg smærri verkefni í stað stærri verkefna s.s. gervigrasvallar en það verkefni krefst mikilla fjárútláta en er ekki endilega mannaflafrekt. Það er líklegt að atvinnuleysi mun aukast í sveitarfélaginu og erfitt getur reynst fyrir skólafólk að fá vinnu í sveitarfélaginu í sumar. Því er nauðsynlegt að Fjallabyggð bregðist nú þegar við og reyni að gera allt til að auka framkvæmdir þannig að hægt verði að sporna við auknu atvinnuleysi s.s. í viðhaldi eigna sveitarfélagsins, fara í framkvæmdir sem snúa að umhverfismálum og fleira. Að nógu er að taka.
    H-listinn er tilbúinn til að vinna að tillögum með meirihlutanum í þessu stóra verkefni og nýta allar leiðir til að kalla eftir tillögum um verkefni, t.d. frá nefndum og frá bæjarbúum. Þessi vinna þarf að hefjast strax."

    Meirihluti bæjarráðs hafnar tillögu H-listans og vísar í bókun við lið 3 í fundargerðinni.
    Tillaga H-listans er felld með tveimur atkvæðum Helgu Helgadóttur og Nönnu Árnadóttur gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar.


    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 3.12 1902053 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands, dags. 15.03.2020 þar sem fram kemur að Markaðsstofa Norðurlands hafi sent inn á samráðsgátt sjórnvalda stjórnvalda eftirfarandi athugasemd við frumvarp um flutningsjöfnun á flugvélaeldsneyti https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2662

    "Markaðsstofa Norðurlands (MN) gerir alvarlega athugasemd við að í þessu frumvarpi sé hvergi minnst á flutningsjöfnun á flugvélaeldsneyti.
    Um langt árabil hefur MN, Flugklasinn Air 66N, Isavia, Íslandsstofa, sveitarfélög, samtök sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélög og fyrirtæki á Norðurlandi ásamt fleiri aðilum unnið að því að markaðssetja áfangastaðinn Norðurland og Akureyrarflugvöll sem aðra gátt inn í landið. Það er jafnframt yfirlýst stefna stjórnvalda að vinna að því markmiði og hefur Akureyrarflugvöllur verið settur þar í forgrunn. Flugþróunarsjóður var stofnaður til þess að skapa hvata fyrir flugrekendur til að fljúga beint til Akureyrar eða Egilsstaða og Isavia hefur sett upp afsláttarkerfi af sínum gjöldum fyrir beint millilandaflug inn á þessa flugvelli.
    Staðan er samt sem áður sú, að samkeppnishæfi þessara flugvalla er mjög skekkt borið saman við Keflavíkurflugvöll - ekki hvað síst er varðar eldsneytisverð. Öllu flugvélaeldsneyti fyrir millilandaflug er landað á sama stað, í Helguvík, og dreift þaðan. Það þýðir að án flutningsjöfnunar, verður eldsneytið mun dýrara á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Þetta þýðir jafnframt að hvatinn sem búinn var til með styrkjum Flugþróunarsjóðs (leiðaþróunardeild sjóðsins, þar sem í boði er ákveðin fjárhæð fyrir hvern farþega sem lendir á viðkomandi flugvöllum) hverfur í það að greiða niður hærra eldsneytisverð á þessum flugvöllum og dugir ekki alltaf til. Það hlýtur að vera markmið stjórnvalda að leiðrétta þennan mun, fella þotueldsneyti undir lög um flutningsjöfnun og virkja þannig hvatann sem Flugþróunarsjóði var ætlað að skapa.
    MN skorar á stjórnvöld að leiðrétta aðstöðumun á alþjóðaflugvöllum landsins með því að fella flugvélaeldsneyti undir lög um flutningsjöfnun með einum eða öðrum hætti."

    Bæjarráð samþykkir að taka undir athugasemdir Markaðsstofu Norðurlands við frumvarp um flutningsjöfnun flugvélaeldsneytis og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda erindi þess efnis í samráðsgátt stjórnvalda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, dags. 20.03.2020 vegna umsagnar til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um frumvarp um breytingu á lögum nr. 75/2011, um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
    Vísað er til tilkynningar á Samráðsgátt stjórnvalda dags. 6. mars 2020, mál nr. 65/2020, þar sem frumvarp um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er sett fram til umsagnar.
    Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, hafa farið yfir frumvarpsdrögin og leggja fram eftirfarandi umsögn:
    "SSNE telur mjög jákvætt að frumvarpið felur í sér endurskilgreiningu á gildissviði laganna þannig að það nái til markmiða um að stuðla að jafnri dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun á vegum sveitarfélaga og einkaaðila. Samtökin eru einnig sammála því að mikilvægt er að sjóðurinn styðji við stefnu sem byggist á sjálfbærri þróun, jafnvægi og svæðisbundinni þróun eins og nærsamfélag á hverju markaðssvæði hefur ákveðið að stefna að, s.s. með gerð áfangastaðaáætlana.
    SSNE gera athugasemd við það að ekki skuli vera litið til ferðamannaleiða sem akvegar. Á Norðurlandi eru nú þegar tvær skilgreindar ferðamannaleiðir, annars vegar Norðurstrandarleið og hins vegar Demantshringurinn. SSNE er einnig kunnugt um að Vestfirðir og Vesturland hafa nýverið tilkynnt um nýja leið á þeirra svæði. SSNE telur að skilgreina þurfi hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að leið teljist vera ferðamannaleið, hvort sem um ræðir ferðamannaleið sem nær yfir akveg eða ferðamannaleið sem er göngu-, reið- eða hjólaleið. Vekur SSNE athygli á því að hjólreiðar, ganga og útreiðar eru mjög vaxandi afþreying hér á landi sem brýnt er að hlúa að.
    Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra áskilja sér rétt til að koma með frekari umsagnir á síðari stigum."

    Bæjarráð tekur undir tillögu að umsögn SSNE til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um frumvarp um breytingar á lögum nr. 75/2011, um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 3.15 2003053 Verkefnin hjá SSNE
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, dags. 20.03.2020 til upplýsinga um þau verkefni sem samtökin eru að fást við um þessar mundir í tengslum við alvarlegt ástand sem við blasir í landshlutanum vegna COVID-19.

    Einnig lagt fram til kynningar erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, dags. 23.03.2020 til ráðherra ríkisstjórnarinnar varðandi leiðir til viðspyrnu í þeim aðstæðum sem nú eru uppi vegna COVID-19. Þar leggur stjórn til að stórauknu fjármagni verði veitt inn í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til að mæta þeim áskorunum sem við blasa og tilgreina stór og mikilvæg verkefni sem þegar hafa verið útfærð og auðvelt er að hrinda í framkvæmd.
    -
    Uppbygging Akureyrarflugvallar
    -
    Hjúkrunarheimili á Húsavík
    -
    Ný heilsugæsla á Akureyri
    -
    Legudeild við sjúkarhúsið á Akureyri
    -
    Átak í uppbyggingu innviða;
    -
    Uppbygging dreifikerfis raforku
    -
    3ja fasa rafmagn
    -
    Endurbætur á jarðgöngum á Tröllaskaga
    -
    Vegur um Brekknaheiði;
    -
    tengivegir og héraðsvegir
    -
    Efri brú yfir Jökulsá á Fjöllum
    -
    Ljósleiðaratengingar á svæðinu
    -
    Draga verulega úr fjöldatakmörkunum að Háskólanum á Akureyri

    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, dags. 26.03.2020 þar sem fram kemur að samkvæmt 8. gr. samþykkta fyrir skal ársþing haldið eigi síðar en 30. apríl ár hvert og til þess skal boðað með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara, sbr. 7. gr..
    Vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi vegna COVID-19 er óskað eftir því við sveitarfélög að þau taki afstöðu til þess hvort halda eigi ársþing í fjarfundi eða fresta því.
    Einnig eru sveitarstjórnir beðnar að tilkynna framkvæmdastjóra SSNE um skipan aðal- og varafulltrúa á aðalfund SSNE.
    Þá eru sveitarstjórnir beðnar að senda inn skipan aðal- og varafulltrúa á ársþing SSNE.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fresta ársþingi SSNE.
    Skipaðir á ársþing SSNE eru; aðalmenn : Helga Helgadóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Jón Valgeir Baldursson og Elías Pétursson.
    Varamenn :Sigríður Guðrún Hauksdóttir, Nanna Árnadóttir, Tómas Atli Einarsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lagt fram til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 21.03 2020 frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 646. fundur - 31.03.2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar stjórnar SSNE sem haldinn var 11. mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 646. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020

Málsnúmer 2004001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lögð fram skýrsla forsætisráðuneytisins, dags. 28.02.2020 Uppbygging innviða - Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

    Lögð fram drög að umsögn bæjarstjóra vegna skýrslunnar,dags. 07.04.2020.
    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda umsögnina áfram í samráðsgátt stjórnvalda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lögð fram drög að framlengingu að þjónustusamningum um rekstur tjaldsvæðis á Siglufirði og tjaldsvæðis í Ólafsfirði, við Kaffi Klöru ehf. fyrir árið 2020 samkvæmt ákvæði 10. gr. samninga frá 2019 þar sem segir að heimilt sé að framlengja samningana um eitt ár í senn, að hámarki tvisvar sinnum.

    Bæjarráð samþykkir drög að framlengingu á þjónustusamningi við Kaffi Klöru um tjaldsvæði Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samingana fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Á 252. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin eftirfarandi bókun:
    Samkvæmt 37.gr. umferðarlaga nr. 77/2019 skal hámarkshraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er hámarksökuhraði 35 km á klst.
    Nefndin samþykkir að hámarkshraði verði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.
    Lögð fram tillaga tæknideildar; að lækkun á hámarkshraða og að þrengingum á götum við íþróttamiðstöðvar, leikskóla og grunnskóla í sveitarfélaginu svo og við tónlistarskólann í Ólafsfirði, ásamt kostnaðaráætlun.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegagerðina þar sem við á um leyfi, hönnun þrenginga og kostnaðarþátttöku, svo og að koma fyriráætlunum sveitarfélagsins um breytingar á hámarkshraða á einstaka götum til umsagnar hjá lögregluembættinu.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.03.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi í Ólafsfirði.

    Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið: Árni Helgason ehf., Smári ehf., Bás ehf., Fjallatak ehf., Sölvi Sölvason og Magnús Þorgeirsson.

    Bæjarráð samþykkir heimild til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi í Ólafsfirði og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 30.03.2020 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkefnið "Malbikun í Fjallabyggð 2020" mánudaginn 30. mars.

    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Colas hf. kr. 31.998.500
    Malbikun Norðurlands kr. 26.302.500
    Malbikun Akureyrar kr. 24.109.000
    Kostnaðaráætlun kr. 24.038.500

    Deildarstjóri leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Malbikunar Akureyrar kr. 24.190.000 í malbikun í Fjallabyggð 2020 sem jafnframt er lægstbjóðandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lagt fram erindi Særúnar Hlínar Laufeyjardóttur, dags. 02.04.2020 þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá öllum trúnaðarstörfum sem bæjarfulltrúi Fjallabyggðar, tímabilið 8. apríl til 1. september 2020 af persónulegum ástæðum.

    Bæjarráð samþykkir að veita Særúnu Hlín tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Undir þessum lið víkur Nanna Árnadóttir af fundi.

    Lagt fram erindi Viktors Freys Elíssonar, dags. 31.03.2020 þar sem hann vill athuga með möguleikann á því fá leigð tæki og tól (lóð og aðra hluti sem auðvelt er að færa á milli) úr líkamsræktum Fjallabyggðar á meðan þær eru lokaðar vegna COVID-19.

    Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 03.04.2020 þar sem fram kemur að leitað hefur verið eftir upplýsingum frá átta öðrum sveitarfélögum sem reka líkamsræktarsali og hafa þau ekki farið þá leið að leigja tæki og áhöld úr líkamsæktarsölum til íbúa.

    Bæjarráð samþykkir að tæki og áhöld úr líkamsræktarstöðvum sveitarfélagsins verði ekki leigð til íbúa.
    Bókun fundar Til máls tók Ingibjörg G. Jónsdóttir

    Meirihluti leggur til að vísa málinu til endurskoðunar í bæjarráði í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar verði ekki opnaðar í bráð.

    Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lögð fram til kynningar skýrsla um starf Flugklasans Air 66N frá 12.10.2019 til 31.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lagt fram til kynningar erindi MAST Matvælastofnunar, dags. 26.03.2020 til allra sveitarfélaga vegna veirusjúkdóms, sem komin er upp í kanínum í Reykjavík, sem nauðsynlegt er að öll sveitarfélög þar sem kanínur eru séu vakandi yfir. Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.03.2020 þar sem segir í bókun fundar frá 27.03.2020 um hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf sem sambandið sendi til sveitarfélaga og landshlutasamtaka 19. mars sl.;


    „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með að þær aðgerðir sem
    sambandið hefur lagt fram hafi nýst sveitarfélögunum. Stjórn leggur áherslu á að
    áfram verði unnið að framgangi þeirra í samráði við ríkisstjórn og að fylgst verði vel
    með þróun mála og nýjar hugmyndir mótaðar eftir því sem fram vindur. Stjórn hvetur
    jafnframt sveitarfélögin til að móta frekari hugmyndir sem nýtast atvinnulífinu og
    íbúum á þessum erfiðu tímum í sínu nærsamfélagi.“
    Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 27.03.2020 þar sem eftirfarandi kemur fram:
    Birt hefur verið í Stjórnartíðindum auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga. Öllum sveitarstjórnum er nú heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2019, sem fela í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 61. gr. og 2. mgr. 76. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011:
    1. Um að ársreikningur verði fullgerður og samþykktur af byggðarráði eða framkvæmda­stjóra sveitarfélags þar sem ekki er byggðarráð, og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. maí 2020 í stað 15. apríl sama ár.
    2. Um að ljúka staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess fyrir 15. júní 2020 í stað 15. maí sama ár.
    3. Um að senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands ársreikning sveitarfélags, ásamt skýrslu endurskoðanda, fyrir 20. júní 2020 í stað 20. maí sama ár.

    Heimild þessi gildir til 20. júní 2020.

    Auglýsingin er birt með vísan í VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sem kveður á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlagatil að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins.
    - Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga, nr.267/2020
    - Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (neyðarástand í sveitarfélagi)


    Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 7. apríl 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 647. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 1. apríl 2020

Málsnúmer 2003010FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 1. apríl 2020 Drög að ársskýrslu Bókasafns-, Héraðsskjalasafns- og Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar 2019 lögð fram til kynningar.
    Fram kemur í skýrslunni að útlán bóka á starfsstöðinni á Siglufirði hefur dregist saman frá árinu 2018 en aukning er í útlánum bóka á starfsstöðinni í Ólafsfirði. Þá hefur gestakomum á safnið einnig fækkað frá árinu á undan. Árið 2019 voru gestakomur 10.299 en á árinu 2018 voru þær 12.288. Gestir upplýsingamiðstöðvar eru ekki inni í þessum tölum. Í skýrslunni kemur einnig fram að mikið hefur áunnist á árinu varðandi aðstöðu og búnað héraðsskjalasafnsins.
    Alls komu 2577 ferðamenn á upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það töluverð fækkun frá 2018 en þá sóttu 3860 ferðamenn hana heim. Í Ólafsfirði komu 160 ferðamenn í upplýsingamiðstöðina þar sem er einnig fækkun frá árinu 2018 en þá voru þeir 302.
    Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðukonu Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar fyrir greinargóða ársskýrslu. Lokaútgáfa skýrslunnar verður birt á vef Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 1. apríl 2020 Fyrirhugað er að halda Barnamenningardaga í Fjallabyggð á þessu ári. Til stóð að halda þá í lok maí en ljóst er að af því verður ekki og hefur þeim verið frestað fram á haustið, líklegast verða þeir haldnir í október. Barnamenningardagar verða haldnir í samstarfi við leik-, grunn- og tónlistarskóla, listamenn, menningaraðila og söfn í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti áform og undirbúning fyrir fundarmönnum en meðal annars hefur verið sótt um styrk til Barnamenningarsjóðs Íslands fyrir verkefnið. Markaðs- og menningarnefnd fagnar áformum um Barnamenningardaga í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 1. apríl 2020 Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti fundarmönnum nýtt vefsvæði Listasafns Fjallabyggðar en mikil vinna er fólgin í því að taka myndir af listaverkum, skrá þau og setja upp vefinn. Stefnt er að því að setja vefinn í birtingu í sumarbyrjun. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 1. apríl 2020

Málsnúmer 2003009FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 1. apríl 2020 Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 1. apríl 2020 Nefndin samþykkir framkomnar tillögur og vísar málinu áfram til bæjarráðs. Tæknideild falið að sækja um styrk úr umferðaröryggissjóð Vegagerðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 1. apríl 2020 Nefndin samþykkir skil á lóðunum og felur tæknideild að ganga frá samkomulagi um skil á lóðinni Bakkabyggð 2 svo aflýsa megi gildandi lóðarleigusamning. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 1. apríl 2020 Erindi samþykkt með fyrirvara á að gera þarf nýja eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið vegna fjölgunar eignarhluta. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 1. apríl 2020 Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir tillögu að staðsetningu áningastaðar. Tæknideild falin frekari úrvinnsla á málinu í samráði við U.M.F.Vísi. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Nanna Árnadóttir, Helga Helgadóttir, Tómas Atli Einarsson og Jón Valgeir Baldursson.

    H - listinn leggur til að hugað verði að því að malbika umræddan áningastað í sumar um leið og framkvæmdir við göngustíginn fara fram.

    Tómas Atli Einarsson tekur undir tillögu H-listans og leggur til að vísa henni til umfjöllunar í Skipulags- og umhverfinefnd.

    Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til Skipulags- og umhverfisnefnd með 7 atkvæðum.


    Afgreiðsla 252. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 1. apríl 2020 Nefndin gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 1. apríl 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 1. apríl 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 6. apríl 2020

Málsnúmer 2004002FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 6. apríl 2020 Undir þessum lið sat Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri leikskólans fór yfir stöðuna og starfið í leikskólanum frá upphafi samkomubanns. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar Fræðslu- og frístundarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 6. apríl 2020 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri grunnskólans fór yfir stöðuna og starfið í grunnskólanum frá upphafi samkomubanns.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar Fræðslu- og frístundarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 6. apríl 2020 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
    Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins 2020 lagðar fram til kynningar. Könnunin var lögð fyrir foreldra grunnskólabarna í febrúar 2020. Skólastjóri fór yfir niðurstöðurnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar Fræðslu- og frístundarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 6. apríl 2020 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara.
    Niðurstöður eineltiskönnunar Olweusar 2019 lagðar fram til kynningar. Könnunin var lögð fyrir 5.-10. bekk í lok nóvember 2019. Þátttaka var 99%. Skólastjóri fór yfir niðurstöðurnar. Einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar mælist 4,5% í könnuninni. Einelti í Olweusarskólum á Íslandi mælist 6,1%. Eineltisteymi skólans vinnur úr niðurstöðum með nemendum og starfsmönnum skólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar Fræðslu- og frístundarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

8.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 123. fundur - 8. apríl 2020

Málsnúmer 2004003FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 123. fundur - 8. apríl 2020 Deildarstjóri upplýsti nefndarmenn um áhrif Covid-19 á starfsemi félagsþjónustunnar og þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í þjónustu í kjölfar þess að neyðarástandi var lýst yfir þann 6. mars og samkomubanni þann 16. mars sl.. Til þess að vernda aldraða og viðkvæma hópa liggur Félagsstarf aldraðra niðri og starfsemi Iðju sömuleiðis. Starfsmenn hafa verið færðir í önnur verkefni og þess gætt að þeir sinni ekki fleiri en einni starfsstöð til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smits þvert á þjónustueiningar. Félagsleg heimaþjónusta og önnur stoðþjónusta hefur verið skert en heimsending matarbakka er óbreytt. Þetta hefur verið gert til þess að vernda skjólstæðinga og starfsfólk og til að forgangsraða nauðsynlegri heimaþjónustu. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á dvalarheimilinu Hornbrekku og á heimilinu að Lindargötu 2 frá 6. mars. Í Skálarhlíð, íbúðum aldraðra var lokað fyrir heimsóknir og utanaðkomandi umferð um húsið frá og með 6. apríl í samráði og með fullu samþykki allra íbúa hússins. Úthringingar standa yfir til eldri borgara, 70 ára og eldri sem búa heima til að athuga aðstæður þeirra og hvort þörf sé fyrir aðstoð. Allt kapp verður lagt á að halda úti nauðsynlegri þjónustu fyrir skjólstæðinga félagsþjónustunnar í brýnni þörf. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

9.Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar

Málsnúmer 2003083Vakta málsnúmer

Á 646. fundi bæjarráðs þann 31.03.2020 var samþykkt tillaga að breytingu á 9. grein Lögreglusamþykktar Fjallabyggðar og var henni vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð til síðari umræðu bæjarstjórnar.

10.Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn séu í samræmi við lög og reglur.

Málsnúmer 2002045Vakta málsnúmer

Á 641. fundi bæjarráðs 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað :
Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 10.02.2020 þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019 (hlutfallsleg staða gagnvart verkáætlun), samanlagðan útlagðan kostnað, gildandi fjárheimild og breytingum á henni á árinu 2019. Jafnframt er óskað eftir stöðu verkefnis, bæði lokið og áætlað ólokið, gagnvart gildandi fjárheimild. Óskað er eftir upplýsingum um verkefni sem unnin voru á árinu 2019, hvort sem þau áttu upphaf á árinu 2019 eða fyrr. Óskað er eftir að yfirlitið sýni framangreinda þætti fyrir hvern ársfjórðung ársins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Óskað var eftir að umbeðnar upplýsingar bærust eftirlitsnefndinni að lokinni umræðu í sveitarstjórn eigi síðar en 60 dögum eftir dagsetningu bréfsins.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagt skjal og felur bæjarstjóra að skila því inn til eftirlitsnefndarinnar.

11.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

a) Breyting á nefndaskipan hjá H-lista :
Í Félagsmálanefnd verður Aron Már Þorleifsson varamaður í stað Særúnar Hlínar Laufeyjardóttur.
Í Öldungarráði verður Þorgeir Bjarnason varamaður í stað Særúnar Hlínar Laufeyjardóttur.
Á aðlfund SSNE verður Helgi Jóhannsson varamaður í stað Særúnar Hlínar Laufeyjardóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

b) Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir hefur óska eftir lausn frá öllum trúnaðarstörfum fyrir Fjallabyggð, þar með talið stöðu varabæjarfulltrúa fyrir I - lista betri Fjallabyggð.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum og þakkar Hrafnhildi Ýr fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

c) Í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar verður Ármann Viðar Sigurðsson aðalmaður í stað S. Guðrúnar Hauksdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

12.Áframhaldandi viðbrögð - Aðgerðir til viðspyrnu vegna Covid19.

Málsnúmer 2003070Vakta málsnúmer

Til máls tók Elías Pétursson bæjarstjóri, Jón Valgeir Baldursson, Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

Lagt fram minnisblað frá starfshópi sem er skipaður af bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs vegna áframhaldandi viðbragða Fjallabyggðar vegna Covid-19. Bæjarstjóri fór yfir efni og tillögur.

Starfshópurinn gerir í minnisblaðinu tillögur að aðgerðum til viðbótar því sem nú þegar hefur verið gert, tillögurnar eru vegna ferðaþjónustu, framkvæmda 2020 og reksturs bæjarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum áframhaldandi vinnu í samræmi við framlagt minnisblað.

Fundi slitið - kl. 18:30.