Bæjarráð Fjallabyggðar

659. fundur 07. júlí 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Helgadóttir formaður bæjarráðs

1.Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn - Verðkönnun

Málsnúmer 1806074Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 30.06.2020, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi og heimild bæjarráðs til þess að fara í lokaða verðkönnun á 3. áfanga göngustígs við Ólafsfjarðarvatn.

Eftirfarandi aðilum verður gefin kostur á að bjóða í verkið;
Árni Helgason ehf., Smári ehf., Bás ehf., Fjallatak ehf., Sölvi Sölvason og Magnús Þorgeirsson

Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun vegna 3. áfanga göngustígs við Ólafsfjarðarvatn og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

2.Götulýsing 1. áfangi

Málsnúmer 1903002Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

3.Skálarhlíð, viðauki

Málsnúmer 2006061Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 30.06.2020 þar sem óskað er eftir viðauka kr. 8.000.000 til þess að mæta auknu viðhaldi á íbúðum í Skálarhlíð.

Bæjarráð samþykkir viðauka kr. 8.000.000 vegna aukins viðhalds í Skálarhlíð sem og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að yfirfara samþykkta áætlun vegna viðhalds og leggja fram tillögu til bæjarráðs um verkefni sem hægt er að taka út á móti.

Kostnaður bókast í viðauka nr. 19/2020 við fjárhagsáætlun 2020 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
Viðaukinn verður á málaflokk 61790 og lykil 4965.

4.Umsókn um tengingu við vatnsveitu - Hólavegur 43

Málsnúmer 2006053Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 23. júní 2020 óska þau Helena Stefáns Magneudóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson eftir stuðningi frá sveitarfélaginu í formi afsláttar á tengigjaldi vatnsveitu í Hólavegi 43 á Siglufirði.
Lagt fram erindi Helenu Stefáns Magneudóttur og Arnars Steins Friðbjarnarsonar fh. Undralands kvikmyndagerðar, dags. 23.06.2020 þar sem óskað er eftir stuðningi frá sveitarfélaginu í formi afsláttar af tengigjaldi vatnsveitu í Hólaveg 43 á Siglufirði.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 02.07.2020.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á gildandi gjaldskrá Vatnsveitu Fjallabyggðar.

5.Vegna æðardúns við Steypustöð

Málsnúmer 2006001Vakta málsnúmer

Á 655. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 02.06.2020 er varðaði ósk um samning við sveitarfélagið um tínslu og nýtingu æðardúns í landi Fjallabyggðar.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.06.2020

Bæjarráð samþykkir að bjóða út alla dúntekju í landi Fjallabyggðar og að samningur verði gerður við aðila um að girða svæði af, halda vargi frá varplandi og annast umhirðu varpsvæðis. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

6.Leirutangi Siglufirði

Málsnúmer 2006040Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar, dags. 19.06.2020 er varðar fuglalíf á Leirutanga og vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.06.2020.

Bæjarráð samþykkir að bjóða út alla dúntekju í landi Fjallabyggðar og að samningur verði gerður við aðila um að girða svæði af, halda vargi frá varplandi og annast umhirðu varpsvæðis. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð bendir á að á Leirutanga er í gildi skipulag sem unnið er eftir. Ráðist verður í að fjarlægja rusl af svæðinu og að framkvæmd við 1. áfanga göngustígs hefur verið boðin út.

7.Gervigrasvöllur í Ólafsfirði

Málsnúmer 2006058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorsteins Sigursveinssonar fh. stjórnar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, dags. 29.06.2020 þar sem fram kemur að á aðalfundi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar var samþykkt einróma að skora á bæjarstjórn Fjallabyggðar að hefja framkvæmdir við gervigrasvöll á næsta ári og ljúka þeim á kjörtímabilinu. Til stóð að hefja framkvæmdir í haust en vegna Covid-19 var framkvæmdum á árinu frestað og sýna fundarmenn því skilning.

Bæjarráð leggur áherslu á að eins og fram kemur í erindi stjórnar knattspyrnudeildar var framkvæmdum frestað vegna þeirrar óvissu sem ríkti og ríkir enn í efnahagsmálum vegna Covid-19. Ákvörðun um annað hefur ekki verið tekin en bæjarráð vill koma því á framfæri að nú liggur fyrir að tekjur bæjarfélagsins dragist saman um rúmar 80 mkr. vegna lækkunar á framlagi jöfnunarsjóðs. Gjalddögum fasteignagjalda til fyrirtækja hefur verið seinkað þannig að tekjuáætlun vegna fasteignagjalda mun ekki standast á árinu auk þess sem skipulag stofnana vegna nauðsynlegra forvarna og sóttvarna hefur haft í för með sér aukinn rekstrar- og/eða launakostnað frá því sem áætlað var.

8.Starfslok slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 2006059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ámunda Gunnarssonar slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dags. 29.06.2020 er varðar starfslok hans vegna aldurs frá og með 01.10.2020.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fram tillögu að skipulagi slökkviliðs Fjallabyggðar með tilliti til brunavarna og öryggis íbúa.

9.Drög að samkomulagi um gerð deiliskipulags fyrir þjóðveginn í gegnum þéttbýli

Málsnúmer 2006060Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi Vegagerðarinnar og Fjallabyggðar um gerð deiliskipulags fyrir Siglufjarðarveg (76-15) og Ólafsfjarðarveg (82-07) í gegnum þéttbýli Ólafsfjarðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

10.Fasteignamat 2021

Málsnúmer 2007001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 29.06.2020 er varðar fasteignamat 2020 þar sem fram kemur að heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1% á yfirstandandi ári sem er umtalsvert minni hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 6,1% á landinu öllu.

11.Minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024

Málsnúmer 2007007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.07.2020 er varðar forsendur fjárhagsáætlana fyrir árin 2021-2024.

12.Ólafsvegur 34 - íbúð 301

Málsnúmer 1907006Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í íbúð 301 að Ólafsvegi 34.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram

13.Áframhaldandi viðbrögð - Aðgerðir til viðspyrnu vegna Covid19.

Málsnúmer 2003070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Embættis Landlæknis, sóttvarnarlæknis, dags. 01.07.2020 vegna uppskiptingu í sóttvarnarhólf sem einni leið til að takmarka útbreiðslu á Covid-19 á Íslandi.

14.Endurskoðun byggðaáætlunar

Málsnúmer 2007008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Byggðastofnunar, dags. 02.07.2020 þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér samráð um Byggðaáætlun 2018-2024 í samráðsgátt á heimasíðu Byggðarstofnunar
https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=QiTpD9l6Ukiv8yGkCn5niHP1MWfi3aBIvnrl-LP6Q6BUMTYyRVJNUVpSRDdDSFBaTkJMTzQwSFMzQy4u

15.Opinber störf á landsbyggðinni - Byggðarráð Skagafjarðar

Málsnúmer 2007002Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun bæjarráðs Skagafjarðar frá 919. fundi ráðsins - Opinber störf á landsbyggðinni. Þar sem skorað er á sveitarfélög að taka undir áskorun til stjórnvalda um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.

Bæjarráð samþykkir að taka undir með byggðarráði Skagafjarðar og skorar á stjórnvöld að efla og fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.

16.Síldarminjasafnið - Fundargerðir stjórnar 2020

Málsnúmer 2007003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Síldarminjasafns Íslands frá 15.03.2020, 10.05.2020 og 22.05.2020.

17.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 37. fundur - 26. júní 2020

Málsnúmer 2006016FVakta málsnúmer

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 37. fundar Undirkjörstjórnar á Siglufirði frá 26.06.2020

Bæjarráð staðfestir framlagða fundargerð.
  • 17.1 2006030 Undirbúningur forsetakosninga
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 37. fundur - 26. júní 2020. 1. Farið yfir fyrirliggjandi gögn sem varða kosningar.
    2. Farið yfir sóttvarnaráætlun og almennar ráðstafanir vegna Covid-19.
    3. Farið yfir kjörskrár og gengið frá kjörskrármöppum.
    4. Gengið frá kjörstofu, klefar yfirfarnir og sætum komið fyrir á gangi.
    5. Kassi með utankjörfundaratkvæðum hefur borist frá sýsluskrifstofu og læstur inni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar Undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 659. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.