Bæjarráð Fjallabyggðar

654. fundur 04. júní 2020 kl. 08:00 - 08:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samningur um sálfræðiþjónustu 2020-2022.

Málsnúmer 2005099Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi vegna sálfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla við Sálfræðiþjónustu Norðurlands fyrir tímabilið 2020 til 2022.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Bréf til bæjarráðs vegna upplýsingamiðstöðvar

Málsnúmer 2005013Vakta málsnúmer

Á 651. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna erindis Fjallasala ses. dags. 05.05.2020, þar sem óskað er eftir að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn verði flutt úr bókasafninu í Pálshús.

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 26.05.2020.

Bæjarráð samþykkir að halda óbreyttu fyrirkomulagi og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

3.Bætt aðstaða á tjaldsvæðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2005113Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 27.05.2020, vegna bættrar aðstöðu á tjaldsvæðum Fjallabyggðar. Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað upplýsinga um hvaða möguleikar eru í stöðunni þegar kemur að bætingu á aðstöðu, kaup á nýju tjaldstæðahúsi (salerni, sturta, þvottaaðstaða). Nokkrir möguleikar voru skoðaðir en ljóst er að ekki er mögulegt að setja upp nýtt tjaldstæðahús á tjaldstæðinu á Ólafsfirði fyrir komandi sumar. Ekki er heldur mögulegt að leigja aðstöðuhús. Því telur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála farsælustu lausn að með gistinótt á tjaldstæðinu á Ólafsfirði fylgi einn sundmiði pr. gest. Með því móti er komið til móts við gesti vegna aðstöðuleysis (sturtuleysis) og það ætti að laða fjölskyldufólk að tjaldstæðinu þar.
Samkvæmt gjaldskrá er verð á gistinótt kr. 1.300- en börn yngri en 16 ára gista frítt.
Samkvæmt gjaldskrá er verð á sundmiða fyrir fullorðna kr. 820 og kr. 400 fyrir börn.

Bæjarráð samþykkir að með gistinótt á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði fylgi einn sundmiði pr. gest. Með því móti er komið til móts við gesti vegna aðstöðuleysis (sturtuleysis) og það ætti að laða að fjölskyldufólk og felur deildarstjóra að útfæra nánar tillögu að tjaldsvæðahúsi.

4.Markaðsherferð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2005103Vakta málsnúmer

Á 640. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna markaðsátak Fjallabyggðar áfram og leggja tillögu að fyrsta áfanga markaðssetningar Fjallabyggðar fyrir bæjarráð.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa dags. 27.05.2020. Þar sem fram kemur að unnin verður herferð í samstarfi við auglýsingastofuna Pipar/TBWA, sem miðar að því að Íslendingar ferðist innanlands til Fjallabyggðar sumarið 2020 og opna tækifæri á að nýta þá markaðsvinnu sem fram fer í að kynna fyrir landanum þá möguleika að flytjast til Fjallabyggðar. Áætlað er að lengd herferðarinnar verði í fyrsta fasa um þrír mánuðir. Farið verður í framleiðslu myndbanda sem bæði draga fram kosti þess að ferðast á svæðið og kosti þess að starfa og búa í Fjallabyggð. Einnig verður unnin auglýsingaherferð fyrir samfélagsmiðla, uppsetning og rekstur ásamt hönnun vefborða og leitarvélaherferð fyrir google, þar sem keypt eru leitarorð sem beinast að þeim leitum sem Íslendingar leita eftir við val á áfangastað innanlands. Kostnaður er áætlaður kr. 2.084.500.

Bæjarráð samþykkir að ganga til saminga við Pipar/TBWA vegna markaðsátaks í samræmi við tillögu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.

5.Snjóskaflar og kirkjutröppur á Siglufirði

Málsnúmer 2005102Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns L. Möller dags. 26.02.2020, er varðar áskorun á bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fara með tæki á snjóskafla sem eftir eru á snjósöfnunarsvæðum í bæjarfélaginu til þess að flýta fyrir bráðnun og hreinsa sand og möl sem eru ofan á þeim til að fegra svæðin og auðvelda umhirðu þeirra.

Einnig óskað upplýsinga um framgang lagfæringar og snyrtingar á Kirkjutröppum á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

6.Umsókn um styrk - Krabbameinsfélag Akureyrar

Málsnúmer 2005078Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Krabbameinsfélags Akureyrar dags. 26.05.2020, þar sem óskað er eftir styrk vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins sem rekja má til efnahagslegra áhrifa covid-19.

Bæjarráð þakkar erindi en sér sér ekki fært að verða við beiðninni og bendir á að opnað verður fyrir styrkumsóknir fyrir fjárhagsárið 2021 í haust.

7.Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum - Aðalgata 19, 580

Málsnúmer 2005105Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ragnars Más Hanssonar dags. 27.05.2020, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna endurbóta á húseigninni að Aðalgötu 19, Siglufirði á meðan á endurbótum stendur.

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.

8.Umsókn um rekstrarleyfi - Íþr.miðst. Hóli 670169-1899

Málsnúmer 2005079Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra dags. 25.05.2020, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar kt. 670169-1899 vegna rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum. Flokkur II - Gististaður án veitinga.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

9.Frestun aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 2004022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 25.05.2020, þar sem fram kemur að boðað er til aðalfundar Lánasjóðsins þann 12. júní nk. kl. 15 á Grand Hótel Reykjavík.

Bæjarstjóri mun sækja fundinn ef aðstæður leyfa.

10.Breyting á reglum um birtingu gagna með fundargerðum

Málsnúmer 2005051Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á Almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

11.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 2005100Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 25.05.2020, þar sem upplýst er um að í sveitarfélögum verði send beiðni um skil á upplýsingum um fjármál svo að skýr yfirsýn fáist yfir stöðu einstakra sveitarfélaga. Gott og náið samráð ríkis og sveitarfélaga er mikilvægt svo haldgóðar upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga á tímum Covid-19 liggi fyrir við stefnumótun og ákvörðunartöku í hugsanlegum mótvægisaðgerðum ríkisins.

Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála og bæjarstjóri sendi umbeðnar upplýsingar.

12.Áframhaldandi viðbrögð - Aðgerðir til viðspyrnu vegna Covid19.

Málsnúmer 2003070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22.05.2020, er varðar uppfært yfirlit Vinnumálastofnunar yfir fjölda einstaklinga á skrá er nýta heimild er varðar minnkað starfshlutfall og þeirra sem nýta almenna bótakerfið.

Í Fjallabyggð var atvinnuleysi í apríl 15%, 8,8% eða 175 einstaklingar voru á hlutabótaleið og 6,8% eða 71 einstaklingur á almennum atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi minnkar heldur í maí samkvæmt spá, fer úr 15% í 13%.

13.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2020

Málsnúmer 2005106Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Landskerfis bókasafna dags. 26.05.2020, þar sem fram kemur að aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. verður haldinn 11. júní nk. kl. 14:30 í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns í Reykjavík.

14.Frá nefndasviði Alþingis - mál til umsagnar

Málsnúmer 2005035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis dags. 28.05.2020, er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál.

15.Fundargerðir SSNE - 2020

Málsnúmer 2002043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar stjórnar Samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra frá 6. maí sl.

16.Fundargerðir sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2005041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí sl.

17.Fundargerðir stjórnarfunda MN

Málsnúmer 2003051Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands frá 5. maí sl., 8. maí sl. og 13. maí sl.

18.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir
12. fundar Heilsueflandi samfélags frá 20. maí sl.
4. fundur Öldungaráðs Fjallabyggðar frá 27. maí sl.
86. fundur Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 25. maí sl.

Fundi slitið - kl. 08:55.