Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 05.02.2015

Vísað til nefndar
Tekið fyrir bréf dagss. 28. janúar 2015 frá Örlygi Kristfinnssyni f.h. Síldarminjasafns Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi bæjaryfirvalda til að hægt verði að halda norræna strandmenningarhátíð á Siglufirði árið 2018. Lagt er til að Síldarminjasafnið og Fjallabyggð gangi til liðs við Vita- og strandmenningarfélagið sem hefur verið tengiliður Íslands við þessa hátíð sem haldin hefur verið til skiptis á Norðurlöndunum frá árinu 2011. Samstarfið myndi fyrst og fremst felast í samvinnu um skipulagningu og nokkurri kostnaðarhlutdeild. Fyrsta skrefið yrði að mynda samráðsvettvang fulltrúa þessara þriggja aðila. Í bréfinu er einnig bent á að árið 2018 verða eitthundrað ár liðin síðan Siglufjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi og tvöhundruð ár síðan hann varð löggiltur verslunarstaður. Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til endanlegrar ákvörðunar bæjaráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir og í hennar stað kom Kristjana R. Sveinsdóttir.

Á fundi Markaðs- og menningarnefndar 5. febrúar 2015, var tekið fyrir bréf frá Örlygi Kristfinnssyni f.h. Síldarminjasafns Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi bæjaryfirvalda til að hægt verði að halda norræna strandmenningarhátíð á Siglufirði árið 2018.
Lagt er til að Síldarminjasafnið og Fjallabyggð gangi til liðs við Vita- og strandmenningarfélagið sem hefur verið tengiliður Íslands við þessa hátíð sem haldin hefur verið til skiptis á Norðurlöndunum frá árinu 2011. Samstarfið myndi fyrst og fremst felast í samvinnu um skipulagningu og nokkurri kostnaðarhlutdeild. Fyrsta skrefið yrði að mynda samráðsvettvang fulltrúa þessara þriggja aðila. Í bréfinu er einnig bent á að árið 2018 verða eitthundrað ár liðin síðan Siglufjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi og tvöhundruð ár síðan hann varð löggiltur verslunarstaður.
Markaðs- og menningarnefnd tók jákvætt í erindið og vísaði því til endanlegrar ákvörðunar bæjaráðs.

Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og frekari upplýsingar um hátíðina, fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17.03.2015

Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa dagsett 12. mars 2015, ásamt kostnaðaráætlun fyrir verkefnið Norræna strandmenningarhátíðin 2018.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi. Í hennar stað kom Hilmar Elefsen.

Fyrirhugað er að halda norræna strandmenningarhátíð 2018 á Siglufirði. Lögð var fram staðfesting frá stjórn Síldarminjasafns Íslands ses um þátttöku í hátíðinni með framlagi að upphæð kr. 1,5 milljón.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð taki þátt í hátíðinni með framlagi til jafns á við Síldarminjasafn Íslands ses.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 15.02.2017

Lagt fram
Róbert Grétar Gunnarsson kynnti Norrænu Strandmenningarhátíðina sem verður haldin 2018. Næstu skref varðandi þessa hátíð er fyrsti fundur undirbúningsnefndar hátíðarinnar um komandi helgi.
Lagt til að þessi hátíð verði hluti af 100 ára afmælishátíð Siglufjarðar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 04.09.2017

Undirbúningur að Norrænu strandmenningarhátíðinni sem haldin verður á Siglufirði helgina 4.-8. júlí 2018 er hafin. Þátttakendur hátíðarinnar koma víðsvegar að frá Norðurlöndum og er gert ráð fyrir að nokkrir tugir skipa komi siglandi á hátíðina.
Sú hefð hefur skapast að gestabærinn útvegar gjaldfrjálsa viðlegu, rafmagn og vatn fyrir þátttakendur hátíðarinnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 17.10.2017

Formaður kynnti fundarmönnum Norrænu strandmenningarhátíðina 2018 sem fyrirhugað er að haldin verði á Siglufirði 4.-8. júlí n.k. Ljóst er að umfang hátíðarinnar er mikið. Umræða varð um strandmenningarhátíðina og um nauðsyn þess að samræma upplýsingagjöf um viðburðinn. Um síðustu helgi kom sendinefnd til Siglufjarðar til að skoða aðstæður. Markaðs- og menningarnefnd vísar í erindi Anítu Elefsen f.h. starfshóps um norrænu strandmenningarhátíðina um sameiginlegan fund og hvetur til slíks samráðsfundar sem fyrst.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 07.11.2017

Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi.

Farið var yfir kynningarfundinn sem haldinn var í gær, fundurinn var vel sóttur. Einnig lagður fram áætlaður kostnaður Fjallabyggðar vegna hátíðarinnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13.11.2017

Mánudag 6. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundur vegna Norrænu strandmenningarhátíðarinnar sem fyrirhuguð er á Siglufirði 4.-8.júlí 2018. Fundurinn var vel sóttur og farið var yfir umfang hátíðarinnar. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að dagsetningu Trilludaga 2018 verði hagrætt þannig að þeir falli að Norrænu strandmenningarhátíðinni.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 07.02.2018

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður á Siglufirði 4.-8.júlí nk.
Stýrihópur hátíðarinnar fundar á 1-2.vikna fresti.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 07.03.2018

Farið yfir hvernig undirbúningur fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina stendur. Málum miðar vel og nefndin er sátt við stöðu mála á þessum tímapunkti.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 04.04.2018

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður á Siglufirði 4.-8.júlí nk. Undirbúningi miðar vel.

Stýrihópur hátíðarinnar fundar á 1-2.vikna fresti.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 09.05.2018

Linda Lea markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður 4. - 8. júlí nk. Undirbúningur gengur vel. Útlit er fyrir að um hundrað aðilar, íslenskir og erlendir, mæti til hátíðar og kynni handverk sitt og arfleifð.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 27.06.2018

Undir þessum lið sat Aníta Elefsen safnstjóri Síldarminjasafns Íslands en hún situr í stýrihópi Norrænu strandmenningarhátíðarinnar. Síldaminjasafn Íslands er aðili að hátíðinni ásamt Fjallabyggð og Vitafélaginu.

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi og Aníta Elefsen fóru yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður á Siglufirði í næstu viku. Hátíðin hefst miðvikudaginn 4. júlí kl. 17.00 með setningu og lýkur sunnudaginn 8. júlí. Hátíðarsvæðið verður við smábátahöfnina á Siglufirði. Dagskrá hátíðarinnar verður borin út í öll hús í Fjallabyggð, Skagafirði og á Dalvík í þessari viku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 563. fundur - 03.07.2018

Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðsfulltrúi.

Farið var yfir dagskrá og kostnað vegna Strandmenningarhátíðar sem haldin verður 4.-8. júlí 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 564. fundur - 10.07.2018

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu,- frístunda,- og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðs og menningarfulltrúi Fjallabyggðar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir hvernig til tókst með Norrænu strandmenningarhátíðina sem fram fór dagana 4.-8 júlí sl.

Hátíðarhald tókst vel, áætlaður fjöldi gesta mun hafa verið um 3.000 - 4.000 manns. Allir viðburðir voru vel sóttir.

Bæjarráð þakkar íbúum, þjónustuaðilum, starfsmönnum og öðrum þeim sem komu að hátíðinni.

Bæjarráð þakkar Ríkey og Lindu Leu yfirferðina.