Bæjarráð Fjallabyggðar

396. fundur 11. júní 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Formaður bæjarráðs bauð viðstadda velkomna til fundar á afmælisdegi Fjallabyggðar 11. júní.

1.Afl - sparisjóður

Málsnúmer 1506029Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom settur sparisjóðsstjóri AFLs-sparisjóðs, Jóel Kristjánsson og upplýsti um stöðu sjóðsins.

2.Nikulásarmót og Pæjumót

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, Óskar Þórðarson og fór yfir starfsemi félagsins.

3.Umsókn um námsleyfi

Málsnúmer 1504071Vakta málsnúmer

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa afgreiðslu 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 21. maí 2015, um umsókn leikskólakennara við leikskóla Fjallabyggðar um námsleyfi, til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, óskaði eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar kæmu á næsta fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs komu deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson og leikskólastjóri, Olga Gísladóttir og svöruðu fyrirspurnum um námsleyfisumsóknina og námsleyfi almennt.

Bæjarráð telur að ekki eigi að vera fleiri en einn leikskólakennari að jafnaði í launuðu námsleyfi hverju sinni.

Bæjarráð samþykkir umsóknina.

4.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi. Í hennar stað kom Hilmar Elefsen.

Fyrirhugað er að halda norræna strandmenningarhátíð 2018 á Siglufirði. Lögð var fram staðfesting frá stjórn Síldarminjasafns Íslands ses um þátttöku í hátíðinni með framlagi að upphæð kr. 1,5 milljón.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð taki þátt í hátíðinni með framlagi til jafns á við Síldarminjasafn Íslands ses.

5.Rekstraryfirlit apríl 2015

Málsnúmer 1506007Vakta málsnúmer

Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2015, er 23,2 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 2,5 millj. í stað 25,7 millj.
Tekjur eru 51,3 millj. hærri en áætlun, gjöld 32,6 millj. hærri og fjárm.liðir 4,5 millj. lægri.

6.Staðgreiðsla tímabils 2015

Málsnúmer 1503039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar - maí 2015.

7.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar og reglur

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Málinu frestað.

8.Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara

Málsnúmer 1409022Vakta málsnúmer

Á 395. fundi bæjarráðs, 2. júní 2015, var lagt fram erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Gnýfara, í Ólafsfirði, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar vegna bréfs félagsins frá 26. ágúst 2014.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Umsögn deildarstjóra lögð fram.

Bæjarráð tekur undir rökstuðning og skýringar deildarstjóra tæknideildar við erindi Hestamannafélagsins Gnýfara.

9.Hönnun tjald- og útivistarsvæðis á Leirutanga

Málsnúmer 1506004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi við Eureka Golf ehf um hönnun á tjald- og útivistarsvæði á Leirutanga í Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita.

10.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1506016Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 4. júní 2015 er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitinga á hóteli á Snorragötu 3, Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.

11.Málefni Fjallabyggðar og Norðurorku

Málsnúmer 1505020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi bæjarstjóra, dagsett 4. júní 2015, til Norðurorku vegna málefnis Golfklúbbs Ólafsfjarðar og afsláttarbeiðni á heitu vatni til almenningssundlauga.

12.Ræktunarsamningur vegna skógræktar austan Hólsár

Málsnúmer 1408016Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður ræktunarsamningur milli Fjallabyggðar og Skógræktarfélags Siglufjarðar um skógrækt austan Hólsár í Siglufirði.

Samkvæmt ákvæðum samningsins öðlast hann gildi þegar fulltrúar beggja aðila hafa undirritað samninginn.

13.Innstig í almenningssamgöngum - talning á farþegum

Málsnúmer 1506031Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að haldið sé utan um talningu á farþegum í almenningssamgöngum á vegum bæjarfélagsins.
Einnig að óskað verði eftir því við Eyþing að fá upplýsingar um farþegafjölda á leið Strætó til og frá Fjallabyggð.

14.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og kynnti hugmynd að breyttu skipuriti Fjallabyggðar.

15.Framkvæmdaáætlun 2015

Málsnúmer 1506030Vakta málsnúmer

Málinu frestað.

16.Garðsláttur 2015

Málsnúmer 1506038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi deildarstjóra tæknideildar varðandi garðslátt fyrir örorku- og ellilífeyrisþega.

Bæjarráð samþykkir að bæjarfélagið bjóði upp á garðslátt á vegum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega með lögheimili í bæjarfélaginu.
Gjald fyrir hvern slátt verði kr. 4.500.

17.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1404008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sævari Eyjólfssyni varðandi Kirkjuveg 4 Ólafsfirði.

389. fundur bæjarráðs samþykkti að auglýsa húsið til sölu með þeirri kvöð að kaupanda yrði gert að gera húsnæðið upp og bæjarfélagið veiti styrk að upphæð 3 milljónir til endurbóta, sem yrði greitt út samkvæmt framgöngu verksins.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókun og felur deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að taka upp viðræður við bréfritara.

18.Fyrirspurn um möguleg kaup og framtíðaráform íþróttamiðstöðvarinnar að Hóli í Siglufirði.

Málsnúmer 1505032Vakta málsnúmer

Á 393. fundi bæjarráðs, 21. maí 2015, var tekið fyrir erindi frá Logos lögmannsþjónustu, dagsett 8. maí 2015, um möguleg kaup og framtíðaráform varðandi íþróttamiðstöðina að Hóli, í Siglufirði.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins þar til afstaða Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar lægi fyrir.

Lagt fram afrit af bréfi UÍF til Logos lögmannsþjónustu dagsett 3. júní 2015.

Þar kemur fram að stjórn UÍF mun taka afstöðu til ráðstöfunar Hóls í september n.k. og sú niðurstaða yrði síðan til umfjöllunar á næsta ársþingi UÍF.

19.Styrktarsjóður EBÍ

Málsnúmer 1502094Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úthlutun Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands úr Styrktarsjóði EBÍ 2015.

Fram kemur að ekki reyndist unnt að veita styrk til bæjarfélagsins vegna upplýsingaskiltis við hafnir Fjallabyggðar.

Samþykktar voru styrkveitingar til 16 aðila, samtals að upphæð 5,0 milljónir króna.

20.Skúr Vesturgötu 5 / Ólafsvegi 2 - Ólafsfirði

Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúum að Vesturgötu 5, Ólafsfirði, dagsett 5. júní 2015, er varðar skúr á baklóð er tilheyrir Ólafsvegi 2.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að lausn málsins.

21.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1501083Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 19. og 20. funda frá 17. og 27. apríl 2015.

22.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1501008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 828. fundar frá 29. maí 2015.

Fundi slitið.