Bæjarráð Fjallabyggðar

527. fundur 07. nóvember 2017 kl. 12:00 - 13:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi.

Farið var yfir kynningarfundinn sem haldinn var í gær, fundurinn var vel sóttur. Einnig lagður fram áætlaður kostnaður Fjallabyggðar vegna hátíðarinnar.

2.Samningur um sálfræðiþjónustu

Málsnúmer 1711005Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar annars vegar og Hjalta Jónssonar sálfræðings og Jóns Viðars Viðarssonar sálfræðings hins vegar um sálfræðiþjónustu við félagsþjónustu Fjallabyggðar og leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Samningurinn gildir frá 1. október 2017 til og með 31. desember 2017.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.

3.Ósk um styrk í formi afnota af íþróttahúsi fyrir styrktarmót í blaki.

Málsnúmer 1710107Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Gunnlaugur Guðleifsson formaður Blakfélags Fjallabyggðar sækir um styrk fyrir hönd undirbúningshóps um styrktarmót í blaki í formi afnota af íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði. Mótið yrði haldið á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar.

Bæjarráð samþykkir að verða við styrkbeiðninni og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.

4.Samningur um talmeinaþjónustu 2017-2019

Málsnúmer 1711006Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar og talmeinafræðinganna Eyrúnar Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur um talmeinaþjónustu fyrir leik- og grunnskólanemendur í Fjallabyggð. Samningurinn gildir frá 1. september 2017 til og með 31. ágúst 2019.

Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.

5.Ungmennaráð Fjallabyggðar 2017-2018

Málsnúmer 1711011Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála um skipan fulltrúa Grunnskóla Fjallabyggðar, Menntaskólans á Tröllaskaga og UÍF í ungmennaráð Fjallabyggðar.

Fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar.
Aðalfulltrúar: Joachim Birgir Ákason 10. bekk og Birna Björk Heimisdóttir 9. bekk
Varafulltrúar: Elísabet Alla Rúnarsdóttir 10. bekk og Hörður Ingi Kristjánsson 9. bekk
Fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga.
Aðalfulltrúar: Sólveig Lilja Brinks og Kara Mist Harðardóttir
Varafulltrúar: Haukur Orri Kristjánsson og Karen Ásta Guðmundsdóttir

Fulltrúi UÍF.
Aðalfulltrúi: Kristinn Freyr Ómarsson
Varafulltrúi: Helga Dís Magnúsdóttir

Fyrsti fundur ráðsins er fyrirhugaður 14. nóvember 2017 þar sem ráðið velur sér formann og varaformann.

6.Umsókn um tímabundna leikskóladvöl

Málsnúmer 1711012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um tímabundna leikskóladvöl fyrir nemenda með lögheimili utan sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir umsóknina en fyrir liggur að umsækjandi greiðir fullt gjald án niðurgreiðslu sveitarfélagsins.

7.Vatnsveita Ólafsfirði

Málsnúmer 1710035Vakta málsnúmer

Samkvæmt niðurstöðum sýna sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók af neysluvatni í Ólafsfirði þann 1. nóvember sl. er ekki lengur nauðsynlegt að sjóða neysluvatn. Þær endurbætur sem nú þegar hefur verið ráðist í hafa skilað tilætluðum árangri og er unnið að enn frekari endurbótum, m.a. að koma upp útfjólublárri geislun á neysluvatnið.

8.Framlög til stjórnmálasamtaka - 2017

Málsnúmer 1711001Vakta málsnúmer

Á grundvelli laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra, samþykkir bæjarráð að framlag vegna 2017 verði óbreytt kr. 360.000 og því verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5 gr. laganna eftir kjörfylgi í Fjallabyggð í kosningum 2014.

9.Arctic Coast Way

Málsnúmer 1612033Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla um verkefnið Norðurstrandarleiðin eða Arctic Coast Way.

10.Fundur um fræðslumöguleika innan ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 1711010Vakta málsnúmer

Þriðjudaginn 14. nóvember n.k. kl. 8:30-10:00 verður haldinn morgunverðarfundur á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, Akureyrarstofu, SAF og Ferðamálastofu. Markmið fundarins er að kynna hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og fræðslumöguleika innan ferðaþjónustunnar ásamt því að miðla reynslu fyrirtækja af markvissu fræðslustarfi.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4 á Akureyri.

Lagt fram til kynningar.

11.Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitafélaga

Málsnúmer 1708055Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur milli ríkissjóðs og sveitarfélaga um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga vegna hjúkrunarheimilis sveitarfélags.

12.Alþingiskosningar - 2017

Málsnúmer 1709061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Dómsmálaráðuneytinu er varðar greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga sem fram fóru 28. október sl. Samkvæmt 123. gr. c liðar laga um kosningar til Alþingis ber að greiða úr ríkissjóði nauðsynlegan kostnað við m.a. störf undirkjörstjórna og kjörstjórna.

13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017

Málsnúmer 1701007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 853. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 27. október 2017.

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Fundargerðir undirkjörstjórnar í Ólafsfirði frá 27. og 28. október sl., undirkjörstjórnar á Siglufirði frá 27. október sl. og yfirkjörstjórnar þann 27. október sl. lagðar fram til kynningar.

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 1. nóvember sl. lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir stjórnar Eyþings 2017

Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 300. fundar Eyþings sem haldinn var 25. október sl.

Fundi slitið - kl. 13:25.