Hafnarstjórn Fjallabyggðar

91. fundur 04. september 2017 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir aðalmaður, S lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur og aflagjöld 2017

Málsnúmer 1701080Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. jan - 31. ágúst 2017 ásamt samanburði við sama tíma árið 2016.
2017 Siglufjörður 7596 tonn í 1524 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 366 tonn í 434 löndunum.

2016 Siglufjörður 11055 tonn í 1532 löndunum.
2016 Ólafsfjörður 397 tonn í 457 löndunum.

Samtals afli 2017 í báðum höfnum 7962 tonn.
Samtals afli 2016 í báðum höfnum 11452 tonn.
Minni afli 2017 en 2016, 3490 tonn.

2.Rekstraryfirlit - 2017

Málsnúmer 1708077Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit fyrir tímabilið 1. janúar til 30 júní 2017.

3.Hafnafundur 2017

Málsnúmer 1708061Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 8. hafnafundar, sem haldinn verður á Húsavík, fimmtudaginn 21. september.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að sækja fundinn.

4.Sjávarútvegsfundur 2017 og aðalfundur

Málsnúmer 1707057Vakta málsnúmer

Boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. september n.k. kl. 11:30 á Hótel Sigló á Siglufirði. Sjávarútvegsfundur samtakanna verður haldinn sama dag kl. 13:30.
Hafnarstjórn hvetur hafnarstjórnarmenn að sækja fundina.

5.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Undirbúningur að Norrænu strandmenningarhátíðinni sem haldin verður á Siglufirði helgina 4.-8. júlí 2018 er hafin. Þátttakendur hátíðarinnar koma víðsvegar að frá Norðurlöndum og er gert ráð fyrir að nokkrir tugir skipa komi siglandi á hátíðina.
Sú hefð hefur skapast að gestabærinn útvegar gjaldfrjálsa viðlegu, rafmagn og vatn fyrir þátttakendur hátíðarinnar.

6.Endurbygging Bæjarbryggju, þekja og lagnir

Málsnúmer 1701075Vakta málsnúmer

Ólafur Haukur Kárason vék af fundi undir þessum lið.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmdarinnar.

Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með frágang á þekju á Bæjarbryggjunni.

Ákveðið hefur verið að bæta við tveimur stormpollum á fyllingu norðan við þekjuna.

Gerð var verðkönnun vegna þessa hjá Bás ehf, aðalverktaka framkvæmdarinnar og samþykkir hafnarstjórn að taka tilboði þeirra fyrir sitt leyti.
Tilboðið hljóðar upp á 7.578.922,-.
Kostnaðaráætlun verkkaupa 7.900.000,-.

7.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1707002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám við öldubrjótinn á Siglufirði.
Erindi samþykkt.

8.Umsagnarbeiðni - Niðurlagning vita

Málsnúmer 1707043Vakta málsnúmer

Vegagerðin óskar eftir umsögn vegna tillögu samráðshóps um vitamál um að leggja niður og afskrá 7 vita úr Vitaskrá.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fram komnar tillögur.

9.Ársreikningur Hafnasambands Íslands - 2016

Málsnúmer 1705009Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hafnasambands Íslands - 2016
Lagt fram til kynningar.

10.Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2016

Málsnúmer 1705010Vakta málsnúmer

Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2016.
Lagt fram til kynningar.

11.Samráðshópur Fiskistofu og hafnasambandsins

Málsnúmer 1705012Vakta málsnúmer

Í janúar óskaði Fiskistofa eftir að Hafnasamband Íslands myndi tilnefna fulltrúa til að sitja samráðsfundi Fiskistofu og hafnasambandsins. Fulltrúar hafnasambandsins í hópnum eru Lúðvík Geirsson, Björn Arnaldsson og Guðmundur Kristjánsson.

Fiskistofa vill með þessu reyna að efla samstarf og samskipti stofnunarinnar við hafnaryfirvöld.

Stjórn hafnasambandsins óskar eftir ábendingum frá aðildarhöfnum um mál sem þarfnast umfjöllunar í starfshópnum.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að fylgjast með störfum starfshópsins.

12.Sjóvarnarskýrsla 2017

Málsnúmer 1704032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021

Málsnúmer 1706059Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að skila inn umsókn og viðskiptaáætlun fyrir 2018 - 2021.

14.Ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 1706060Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Landslögum um ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa, vegna erindis Gara Agents & Shipbrokers þar sem óskað er eftir að hafnir veiti 60 daga greiðslufrest á reikningum sínum.
Hafnarstjórn samþykkir að skoða að veita 60 daga greiðslufrest fyrir árið 2018.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

15.Bann gegn svartolíu og fleira

Málsnúmer 1706065Vakta málsnúmer

Áskorun til aðildarríkja Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um að grípa til markvissa aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna siglinga, einkum í norðurhöfum.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2017

Málsnúmer 1701006Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands frá 27. mars, 28. apríl og 23. maí 2017.

Fundi slitið - kl. 18:00.