Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

40. fundur 07. febrúar 2018 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, S lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, S lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ægir Bergsson mætti ekki á fundinn og varamaður hans ekki heldur.

1.Stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar 2018-2021

Málsnúmer 1801008Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar kynnti stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Forstöðumaður og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála unnu stefnumótunina.

Stefnumótunin er unnin út frá drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna í þeim tilgangi að tryggja örugga meðferð og frágang skjala í varðveislu héraðsskjalasafns.

Stefnumótunin tekur til þriggja ára, 2018-2021 og nær til safnkosts, húsnæðis, mannauðs og búnaðar.

Markaðs- og menningarnefnd fagnar því að stefnumótun skuli vera lokið.

2.Ljósmyndir í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1802009Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

Nokkuð af ljósmyndum eru í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Sökum aðstöðuleysis á safninu leggur forstöðumaður til að þær verði afhentar Ljósmyndasafni Siglufjarðar til varðveislu. Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns fyrir sitt leyti og beinir henni til bæjarráðs.

3.Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar. Fjöldi ferðamanna 2017.

Málsnúmer 1802010Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

Forstöðumaður fór yfir tölur yfir fjölda ferðamanna sem komu á upplýsingamiðstöðvar sveitarfélagsins árið 2017. Samtals komu 3805 ferðamenn af a.m.k. 42 þjóðernum í upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og 435 ferðamenn af a.m.k. 28 þjóðernum í uppýsingamiðstöðina í Ólafsfirði.

4.Bókasafn Fjallabyggðar. Gestakomur 2017.

Málsnúmer 1802011Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

Forstöðumaður fór yfir gestakomur á Bókasafn Fjallabyggðar árið 2017. Gestir á bókasafnið í Ólafsfirði voru 3530 og á safnið á Siglufirði komu 7693 eða 11223 gestir alls.

5.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður á Siglufirði 4.-8.júlí nk.
Stýrihópur hátíðarinnar fundar á 1-2.vikna fresti.

6.100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018

Málsnúmer 1305050Vakta málsnúmer

Fundargerð síðasta fundar afmælisnefndar fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.