Kompan - sýningaropnun Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur

Á morgun fimmtudaginn 5. desember opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýninguna Seiðandi dans í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. 
Opnunin hefst klukkan 17.00 og er opið til kl. 22.00 það kvöld. Á sama tíma er opið í anddyri Alþýðuhússins þar sem Aðalheiður er með ýmis smáverk til sölu sem ratað gætu í jólapakka.

Sýningin og anddyrið eru opin daglega kl. 14.00 - 17.00. til 20. desember.

Að vanda eru allir hjartanlega velkomnir að njóta lista og ljúfra stunda.