Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Hafnar- og athafnasvæði á Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. maí sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er unnin samhliða gerð deiliskipulags hafnarsvæðis á Siglufirði og gerir m.a. ráð fyrir því að skapa örugga hafnaraðstöðu með góðu viðlegurými fyrir stærri skip aðliggjandi athafnasvæðum og þjónustusvæðum. Ferðaþjónustu verður einnig gefið rými til uppbyggingar við afmarkað hafnarsvæði. Lega stofnbrautar er breytt til samræmis við vegaskrá Vegagerðarinnar og skilgreindar eru gönguleiðir meðfram hafnarsvæðum 219 og 229.

Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. maí 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis Siglufjarðar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 9,5 ha. að stærð og nær til hafnarsvæðis og athafnalóða. Það afmarkast af smábátahöfn í vestri, Rauðku og Gránugötu, athafnasvæði við Tjarnargötu og Öldubrjót í norðri. Markmið deiliskipulagsins er að tryggja eftir því sem kostur er sambýli ólíkra atvinnugreina, þ.e. ferðaþjónustu og sjávarútvegs, gefa kost á nýjum atvinnutækifærum og bæta ásýnd Óskarsbryggju, m.a. vegna farþegaskipa sem þar leggja að og nýs varðskips sem nú á heimahöfn á Siglufirði og er legustaður þess við Óskarsbryggju.

Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

____________________________________________________________________________

Tillögur að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi liggja frammi á upplýsingatöflu á 3. hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði frá 7. júní til 19. júlí 2024 og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 19. júlí 2024. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum í gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is eða hjá skipulagsfulltrúa í síma 464-9100.

Skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar

Deiliskipulagstillaga:

Greinargerð  

Skipulagsuppdráttur 01

Skipulagsuppdráttur 02

Aðalskipulagsbreyting:

Skipulagsuppdráttur og greinargerð