Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019

Haldinn Ólafsvegi 4, Ólafsfirði,
13.08.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista,
Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista,
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista,
Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista,
Nanna Árnadóttir varamaður, I lista sat fyrir Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir,
Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1907027 - Tjaldsvæðið á Leirutanga, Siglufirði
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hér kristallast það metnaðarleysi sem núverandi meirihluti sýnir í verki í þessu máli. Í stað þess að leggja fram verulegt fjármagn til að klára þetta svæði þá er því litla fé sem lagt var fram við gerð fjárhagsáætlunar 2019 skorið niður. Ljóst er að engar framkvæmdir fara fram á svæðinu í ár, annað árið í röð. Það kemur kannski ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut þegar kemur að því að veita fjármagni í að fegra opin svæði í sveitarfélaginu, en maður reiknaði með að Betri Fjallabyggð kæmi kannski með ferska vinda í þessum efnum. Þeir vindar blása ekki enn, í þessu máli alla vega.
2. 1907032 - Umsókn um stöðuleyfi vegna stýrishúss
Síldarminjasafn Íslands sækir um stöðuleyfi fyrir stýrishúsi á lóðinni við Snorragötu 20.
Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna málið fyrir íbúum.
3. 1907042 - Umsókn um afnotarétt á lóð
Markaðsstofa Ólafsfjarðar sækir um afnotarétt af lóðinni Aðalgötu 3 í Ólafsfirði. Ætlunin er að setja upp söguskilti þar sem fjallað yrði um mannlíf og sögu Ólafsfjarðar í máli og myndum.
Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.
Nefndin heimilar Markaðstofu Ólafsfjarðar afnot af lóðinni til þriggja ára.
4. 1907048 - Umsókn um leyfi til lendingar þyrlu í landi skógræktar
Viking Heliskiing ehf sækir um leyfi til að lenda þyrlu í landi skógræktarinnar um 10-20 metrum sunnan við golfskálann á Siglufirði.
Nefndin óskar eftir að fá fulltrúa Viking Heliskiing til næsta fundar ásamt fulltrúum frá skógrækt Siglufjarðar og hestamannafélaginu Glæsir.
5. 1907049 - Þormóðsgata 21, endurnýjun trappa og svala.
Guðmundur Pálsson sækur um leyfi til endurnýjunar á tröppum og svalainngang á Þormóðsgötu 21. Einnig óskað eftir að fá að stækka svalirnar til suðurenda hússins.
Erindi samþykkt.
6. 1907038 - Viðbrög Minjastofnuna vegna seltófta sunnan Selgils
Lagt fram bréf frá minjastofnun vegna seltófta sunnan Selgils. Bæjarráð óskar eftir tillögu nefndarinnar vegna staðsetningar á nýju urðunarsvæði fyrir óvirkan úrgang.
Nefndin frestar ákvörðunartöku um nýjan urðunarstað til næsta fundar. Ákveðið hefur verið að fara í vettvangsferð til skoðunar á nýjum urðunarstað.
7. 1908016 - Skógrækt Menntaskólans á Tröllaskaga
Menntaskólinn á Tröllaskaga óskar eftir heimild til þess að fá að planta trjám á lóð sinni við Ægisgötu 13. Einnig óskað eftir svæði innan Fjallabyggðar til gróðursetningar í framtíðinni.
Nefndin samþykkir umsókn til þess að gróðursetja á lóð Menntaskólans. Nefndin frestar ákvörðun um framtíðarsvæði til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta