Vegna lóðarinnar að Strandgötu 3, Ólafsfirði

Málsnúmer 1508028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19.08.2015

Lagt fram erindi Kristins E. Hrafnssonar þar sem kannaðir eru möguleikar á því að fá lóðina að Strandgötu 3 í Ólafsfirði undir íbúðarhús. Íbúðarhúsið er flutningshús sem áður stóð í miðbæ Ólafsfjarðar. Einnig óskar Kristinn eftir samþykki bæjarráðs fyrir niðurfellingu gatnagerðagjalda á framkvæmdinni.

Nefndin telur að þessi lóð henti ekki til byggingar en bendir jafnframt á lóð nr. 3 við Aðalgötu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 406. fundur - 25.08.2015

Lagt fram erindi Kristins E. Hrafnssonar vegna lóðarinnar að Strandgötu 3, Ólafsfirði.

Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulags og umhverfisnefndar í ljósi athugasemda Kristins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 08.09.2015

Á 188. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 19. ágúst sl., var lagt fram erindi Kristins E. Hrafnssonar þar sem kannaðir voru möguleikar á því að fá lóðina að Strandgötu 3 í Ólafsfirði undir íbúðarhús sem áður stóð í miðbæ Ólafsfjarðar. Nefndin taldi þessa lóð ekki henta til byggingar en benti jafnframt á lóð nr. 3 við Aðalgötu.

Erindið lagt fram að nýju vegna athugasemda Kristins.

Af erindi Kristins dagsett 7.ágúst 2015 má sjá að hann er að kanna möguleika á að fá lóðina Strandgötu 3 undir íbúðarhús. Ekki er hægt að mati nefndarinnar að líta á erindið sem formlega umsókn um lóðina Strandgötu 3.
Bókun 188.fundar nefndarinnar er gerð með hliðsjón af því.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 191. fundur - 08.10.2015

Lögð fram umsókn Kristins E. Hrafnssonar um lóð við Strandgötu 3, Ólafsfirði. Einnig lagðar fram teikningar og ljósmynd af húsi sem áætlað er að flutt verði á lóðina frá Reykjum. Húsið stóð áður í miðbæ Ólafsfjarðar. Einnig óskað eftir niðurfellingu á gatnagerðagjöldum.

Umsókn um lóð er hafnað þar sem fjarlægðarmörk milli húsa uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Einnig samræmist staðsetning hússins á lóð ekki þeirri húsalínu sem fyrir er við Strandgötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28.10.2015

Lagt fram erindi Kristins E. Hrafssonar dags. 14.október 2015. Í erindinu eru gerðar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar þann 8.október sl. þar sem umsókn um lóð að Strandgötu 3 var hafnað á þeim forsendum að fjarlægðarmörk milli húsa uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012, einnig samræmist staðsetning hússins á lóð ekki þeirri húsalínu sem fyrir er við Strandgötu. Kristinn bendir á að nægjanlegt væri að klæða undir bárujárnið á Strangötu 3 með brunatefjandi efnum til að bæta brunamótstöðuna og uppfylla staðla. Einnig að staðsetning hússins hafi verið hugsuð í sögulegu samhengi með endurheimt gömlu götumyndarinnar í huga.

Nefndin ítrekar fyrri bókun og vísar til byggingarreglugerðar.