Ósk um hraðahindrun á Ólafsveg í Ólafsfirði

Málsnúmer 1509001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 08.09.2015

Lagt fram erindi Erlu Heiðu Sverrisdóttur dagsett 31. ágúst 2015. Óskað er eftir að settar verði upp hraðahindranir við Ólafsveg í Ólafsfirði. Í götunni er leikskóli og mikið um börn að leik, gera þarf ráðstafanir vegna hraðaksturs áður en illa fer.

Í umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar er gert ráð fyrir þrengingum á Ólafsveginum sem draga eiga úr umferðarhraða.
Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun næsta árs.