Umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar og Ægisbyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1507042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 403. fundur - 28.07.2015

Lögð fram áskorun frá Sveini Andra Jóhannssyni, dagsett 24. júlí 2015, um að bæjarfélagið bæti umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar, Ægisbyggðar, með uppsetningu á umferðarspegli.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19.08.2015

Lögð fram áskorun frá Sveini Andra Jóhannssyni, dagsett 24. júlí 2015, um að bæjarfélagið bæti umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar, Ægisbyggðar, með uppsetningu á umferðarspegli.

Nefndin leggur til að sett verði stöðvunarskylda í stað biðskyldu við Ólafsveg og Ægisbyggð, ásamt spegli við Ægisbyggð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 08.09.2015

Á 188.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram áskorun frá Sveini Andra Jóhannssyni, dagsett 24. júlí 2015, um að bæjarfélagið bæti umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar, Ægisbyggðar, með uppsetningu á umferðarspegli. Nefndin lagði til að sett yrði stöðvunarskylda í stað biðskyldu við Ólafsveg og Ægisbyggð, ásamt spegli við Ægisbyggð.

Á fundi bæjarráðs þann 25.ágúst sl. var óskað eftir nánari skýringum, útfærslu og kostnaði.

Lagt fram minnisblað tæknifulltrúa um áætlaðan kostnað við framkvæmdina.

Nefndin samþykkir að settar verði upp stöðvunarskyldur við umrædd gatnamót og beðið verði með uppsetningu á spegli að svo stöddu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 09.12.2015

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorgeirssonar þar sem óskað er eftir því að stöðvunarskyldumerki við Ægisbyggð verði skipt út fyrir biðskyldumerki. Stöðvunarskyldan sé til þess fallin að menn virði hana ekki, þar sem gott útsýni er til beggja átta á þessum stað gatnamótanna.

Nefndin samþykkir að setja biðskyldu við gatnamót Ægisbyggðar og Aðalgötu í stað stöðvunarskyldu.