Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - Leirutangi

Málsnúmer 1503007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 04.03.2015

Lögð fram endurbætt skipulagslýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 og deiliskipulag Leirutanga sbr. bókun 177. fundar nefndarinnar vegna máls nr.1501084.
Einnig eru lögð fram drög að breytingarblaði vegna breytingar á aðalskipulagi.

Nefndin samþykkir lýsinguna og felur tæknideild að framlengja umsagnartíma hennar, kynna hana fyrir almenningi og leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum, í samræmi við 1. mgr. 30. og 1. og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir einnig drög að breytingarblaði og felur tæknideild að kynna þau almenningi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25.03.2015

Á 179.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt skipulagslýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 og deiliskipulag Leirutanga. Skipulagslýsingin var auglýst 6.-16.mars 2015 í samræmi við 1.mgr. 30.gr og 1. og 3. mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagðar fram umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum vegna lýsingarinnar. Einnig voru drög að breytingarblaði samþykkt og kynnt fyrir opnu húsi þann 17. mars sl. í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingarnar skv. 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13.07.2015

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, vegna breyttrar landnotkunar á Leirutanga Siglufirði, var auglýst 13.5 2015. Athugasemdafrestur var til 26.6 2015. Engin athugasemd barst en umsögn barst frá Umhverfisstofnun dags. 6.júlí 2015.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 08.09.2015

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 var auglýst þann 15. maí - 26. júní 2015. Til samræmis við endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi þarf að breyta tillögunni lítillega.
Lögð var fram endurskoðuð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar.
Eftirtaldar breytingar voru gerðar frá auglýstri tillögu:

Ú8 - tjaldsvæði sem áður var á norðausturhluta tangans verður á suðausturhluta hans.
Opið svæði fyrir griðland fugla sem áður var á suðurhluta tangans verður á norðurhluta hans.

Breytingin er minni háttar og er í meginatriðum í samræmi við þá lýsingu, sem kynnt var, áður en breytingartillagan var auglýst. Mörk tjaldsvæðis og opins svæðis breytast en aðrar meginbreytingar, s.s. niðurfelling íbúðarsvæðis og athafnasvæðis og afmörkun verslunar- og þjónustusvæðis eru eins og í áður auglýstri breytingartillögu.

Skipulagsnefnd felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá tillögunni til auglýsingar og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 09.12.2015

Í samræmi við 31.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags Leirutanga, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015.
Umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 12.nóvember 2015 sem gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umsögn barst einnig frá Umhverfisstofnun, sem tekur undir breytingarnar og telur þær jákvæðar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.

Afgreiðslu frestað og forsvarsmenn Bás ehf. boðaðir á næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 195. fundur - 14.12.2015

Í samræmi við 31.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags Leirutanga, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015.
Umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 12.nóvember 2015 sem gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umsögn barst einnig frá Umhverfisstofnun, sem tekur undir breytingarnar og telur þær jákvæðar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
Forsvarsmenn Bás ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.

Nefndin telur nauðsynlegt að málið verði skoðað nánar og óskar eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

Eftir þennan dagskrárlið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22.12.2015

Á 195. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 4. desember 2015, var tekin fyrir athugasemd Báss ehf við auglýsta breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Forsvarsmenn Báss ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.
Nefndin taldi nauðsynlegt að málið yrði skoðað nánar og óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

Á fund bæjarráðs mættu Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

Valtýr Sigurðsson lagði fram minnisblað um samskipti Báss ehf. og Rauðku ehf.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla eftir lögfræðiáliti varðandi málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 08.02.2016

Í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags Leirutanga, með athugasemdafresti frá 20.október -1.desember 2015 þar sem áfram er gert ráð fyrir athafnasvæði á lóð Bás ehf. við Egilstanga 1 í samræmi við gildandi lóðarleigusamning.
Umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 12.nóvember 2015 sem gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umsögn barst einnig frá Umhverfisstofnun, sem tekur undir breytingarnar og telur þær jákvæðar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
Nefndin óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir lögfræðiáliti.
Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran hjá Nordik lögfræðiþjónustu.

Nefndin leggur til að auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallbyggðar 2008-2028 verði samþykkt af bæjarstjórn og afgreidd í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr.123/2010.