Umsókn um byggingar- og framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1503059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25.03.2015

Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig er sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.

Erindi frestað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 182. fundur - 22.04.2015

Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig er sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.

Nefndin samþykkir umsóknir um framkvæmda- og byggingaleyfi fyrir sitt leyti og óskar eftir að lagðar verði fram teikningar af fyrirhuguðu húsi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28.04.2015

Á 182. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 22. apríl 2015, var tekið fyrir erindi Norðurorku hf. þar sem sótt var um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig var sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti umsóknirnar fyrir sitt leyti og óskar eftir að lagðar verði fram teikningar af fyrirhuguðu húsi.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 08.09.2015

Lögð fram byggingarleyfisumsókn ásamt aðaluppdráttum, vegna borholuhúss Norðurorku í Skeggjabrekkudal.

Erindi samþykkt, deildarstjóra tæknideildar falið að ganga frá byggingarleyfi.